Föstudagspizzan hans Hólmars

Föstudagspizzuhefðina tók Hólmar Sigmundsson flugmaður með sér frá æskuheimili sínu.
Föstudagspizzuhefðina tók Hólmar Sigmundsson flugmaður með sér frá æskuheimili sínu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Föstudagspizzuhefðina tók Hólmar Sigmundsson flugmaður hjá Landhelgisgæslu Íslands með sér frá æskuheimili sínu á Sauðárkróki og er ein vinsælasta máltíð vikunnar á heimili hans í Kópavogi.
Hólmar er giftur jógadrottningunni Sólveigu Þórarinsdóttir, eiganda jógastöðvarinnar Sólir. Saman eiga þau þrjú börn og einn kött en allir heimilismenn flykkjast að eldhúsborðinu þegar lyktin er farin að dansa um loftið og gefa til kynna að föstudagsgleðin sé tilbúin. Uppskriftin er ekki flókin að sögn Hólmars en gæðin liggja alltaf í hráefninu og stemmningunni þegar allir koma saman og leggja sitt af mörkum. 

Pizzan hans Hólmars er í hollari kantinum og einstaklega bragðgóð.
Pizzan hans Hólmars er í hollari kantinum og einstaklega bragðgóð. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sósan: 
2 dl maukaðir tómatar
1 – 2 msk. tómatsósa
1 tsk. tómatpúrra
1 msk. oreganó
1 msk. ólífuolía
1 tsk. pizzakrydd
Ögn cayenne-pipar 

Öllum innihaldsefnunum er hrært saman og sósan smökkuð til og krydduð meira ef þurfa þykir.  

Botn: 

150 gr. heilhveiti
150 gr. gróft spelt
1 msk. vínsteinslyftiduft
1-2 msk. olífuolía
1 msk. oreganó
Handfylli af kúmen- og sesamfræjum

Öll hráefni eru sett í skál og hnoðuð með volgu vatni og 1-2 msk. ólífuolíu eða þar til deigið er orðið gott til að fletja út, hvorki of blautt né þurrt. KitchenAid finnst mjög gaman að hnoða pizzadeigið meðan stússað er í öðru. 

Álegg: 

1/3 kúrbítur (skorinn í sneiðar, olíuborinn og kryddaður og bakaður í ofni í ca. 5 mínútur)
1 box fersk basilika
1 box kirsuberjatómatar
1 kúla mosarella ostur
1/2 fetaostkubbur (án olíu)
1 poki rifinn mosarella ostur
1 poki furuhnetur
Græn piparkorn
Oreganó

Pizzan er bökuð á steini í 220 gráðum á blæstri í ca. 15 mínútur eða skemur ef hún er grilluð. Hólmar ber pizzuna fram með klettasalati, parmesan-osti og heimatilbúinni hvítlauksolíu. 

Fjölskyldan bakar alltaf saman pizzu á föstudögum við mikinn fögnuð …
Fjölskyldan bakar alltaf saman pizzu á föstudögum við mikinn fögnuð heimilisfólks. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert