Rauðrófu-brûlée

Rauðrófur, hunang og geitaostur fara einstaklega vel saman.
Rauðrófur, hunang og geitaostur fara einstaklega vel saman. Eggert Jóhannesson

Helga Jóna Pálmadóttir, aðstoðarskólastjóri Melaskóla deildi þessari stórkostlegu forréttauppskrift af Rauðrófu-brûlée í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins fyrir skemmstu.

Forréttur fyrir 4

250 g rauðrófur

3 eggjarauður

2 dl rjómi

150 g geitaostur (mjúkur)

2 msk. sýrður rjómi

3 msk. hunang

1 msk. furuhnetur

salt og pipar

Sjóðið rauðrófurnar þar til þær eru orðnar mjúkar. Þær eru afhýddar og settar í matvinnsluvél ásamt eggjarauðum og rjóma, kryddað með salti og pipar. Massinn verður frekar þunnur. Hrærið saman geitaosti og sýrðum rjóma. Setjið lag af ostablöndunni í brûlée-form (litlar skálar) og hellið rauðrófublöndunni yfir. Bakað í ofni þar til yfirborðið er orðið nokkuð stíft, á 150 °C í um 15-20 mín. Dreifið hunangi yfir ásamt ristuðum furuhnetum og látið kólna aðeins.

Í stað hunangs er gott að strá hrásykri yfir og brenna með gasbrennara.

Borið fram með salati og þunnu hrökkbrauði.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert