Lekker og ljúffengur lárperu-hummus

Lárpera og hummus eiga í góðu sambandi.
Lárpera og hummus eiga í góðu sambandi. Eggert Jóhannesson

Lárpera, eða avocadó, er dásamlegur ávöxtur sem nýtur mikilla vinsælda þrátt fyrir að vera í raun bragðlítil. Ávöxturinn er með hátt fituinnihald og gefur því kremaða áferð.

þessi uppskrift sameinar í raun tvær vinsælar uppskriftir; hummus og guacamole. Kjúklingabaunirnar gefa réttinum gott hlutfall próteina sem vantar annars í guacamole. Hummusinn er stórgóður í vefjur, á hrökkbrauð eða nánast hvað sem er. Athugið þó að lárperan verður brún þegar hún kemst í snertingu við súrefni. Sítrónusafinn hjálpar til við að halda litnum grænum en þar að auki er mikilvægt að geyma maukið í lofttæmdum umbúðum.

Innihald

1 dós kjúklingabaunir (safa hellt af)

2 meðalstór og mjúk lárpera

3 msk. olífuolía

2 msk. sesamsmjör (tahini)

3 msk. sítrónusafi

2 hvítlauksgeirar

3 msk. saxað kóríander

½ tsk. salt

1/3 tsk .pipar

½ tsk. chilíflögur, ef vill

Setjið kjúklingabaunir, sesamsmjör, olíu og safa í matvinnsluvél og maukið vel. Því næst fara öll önnur innihaldsefni út í og maukað uns silkimjúkt. Kryddið meira ef þurfa þykir. 

Hummusinn er tilvalinn á vefju. Hér er ferskt grænmeti, mangó …
Hummusinn er tilvalinn á vefju. Hér er ferskt grænmeti, mangó og hnetusmjör ásamt hummusnum og kóríander á heilhveitivefju. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert