Uppskrift úr Kvennablaði Bríetar

Rabbabari er mikið lostæti í ýmsa rétti.
Rabbabari er mikið lostæti í ýmsa rétti.
Uppskrift frá Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
Uppskrift frá Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.


Það er viðeigandi á kvennafrídaginn sjálfan að birta uppskrift úr Kvennablaði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Bríet var ein mesta baráttukona kvenréttinda hér á landi en hún var einnig einstaklega fjölhæf og hafði mikið dálæti á góðum mat. Hér kemur forlát uppskrift frá Bríeti að rabbabarasúpu frá 1897.

Blómið af jurtinni

„Blómstrið af rabarbarjurtinni, sem ætlast er til að sé skorið af svo jurtin vaxi betur, er mjög bragðgott í mat, ef það er tekið áður enn það springur út. Himnan, sem er utan um blómknappinn, er tekin utan af, og knappurinn síðan soðinn í söltu vatni. Svolítið af smjöri, 2—3 matskeiðar af rjóma, 1/2 teskeið sykurs og milli tveggja fingra af salti er soðið saman, og blómið, sem áður er búið að slá vatnið frá, er hrært saman við þetta. Þetta er borið á borð með laxi, steiktum fiski og fl. Sje þessi sósa of þunn, má jafna hana með að hræra út í hana eina eggjarauðu, en alls ekkert mjöl.“

Rabbabarasúpa

Rabarbarleggir eru skornir í litla bita og soðnir í svo miklu vatni, sem þarf í súpuna.

Lítið eitt af sítrónu eða appelsínuberki og ein kanelstöng er höfð í súpuna, og sykur eftir vild.

Þegar rabarbarinn er soðinn, er súpan jöfnuð með kartöflumjöli. Soðnar rúsinur eru látnar í, og ef vill ögn af sítrónusaft. Gott er að láta i súpuna 1 glas af víni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert