Bitur kosningakokteill

Kosningakokteilinn þykir hættulega sterkur og inniheldur þó nokkurn biturleika.
Kosningakokteilinn þykir hættulega sterkur og inniheldur þó nokkurn biturleika. Skjáskot / www.bonappetit.com

Fátt virðist rætt meira í Bandaríkjunum en yfirvofandi forsetakosningar sem þar fara fram 8. nóvember næstkomandi. Fagmennirnir hjá Bon Appétit hafa fengið sig fullsadda og segja lítið annað í stöðunni en að deyfa sig með áfengi. Þeir tóku sig því til og hristu saman mjög undarlegan og sterkan kosningakokkteil tileinkaðan Hillary Clinton og Donald Trump.

Kokkteillinn heitir “The Swing State”, þar sem hann inniheldur of mikið vald og áhrif. Drykkurinn inniheldur ansi margar tegundir áfengis, en höfundur hans, Rick Martinez, segir að forsetaframboðið sé að yfirtaka nánast allt í Bandaríkjunum og þann sársauka megi deyfa með þessum sterka kokkteil. Dæmi hver fyrir sig en uppskriftina er að finna í mjög hressu myndbandi hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert