MS með nýja vörur án viðbætts sykurs

MS hefur sett á markað tvær tegundir af hollu millimáli …
MS hefur sett á markað tvær tegundir af hollu millimáli án viðbætts sykurs eða sætuefna.
<span>Mjólkursamsalan hefur lengi hlotið bágt fyrir hversu mikinn sykur margar af vörum fyrirtækisins innihalda. Sem dæmi má nefna að i litlu bláberjaskyri eru tæplega sjö sykurmolar samkvæmt sykurmagn.is</span> <span>MS kynnti fyrir helgi nýjar vörur í viðleitni sinni við að bjóða upp á sykurminni vörur. <br/>Léttmál kallast þessi nýja og hollari lína frá fyrirtækinu, en fyrstu tvær vörurnar sem koma á markað eru annars vegar Grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum og hins vegar Kotasæla með berjum og möndlum. Báðar vörunýjungarnar eru hreinar í grunninn án hvíts sykurs og sætuefna. Toppurinn sem fylgir með í boxunum er einnig án sykurs og sætuefna. Þetta verður að teljast jákvæð þróun en nú verður áhugavert að sjá hvernig neytendur taka í þessa viðbót.</span> <span>MS hefur áður reynt að koma með hollari vörur á markað og þá sérstaklega miðað að því að minnka sykurmagn í vörum miðuðum að börnum. Skólajógúrtin var tekin í gegn árið 2014, en þá var sykurinn tekinn niður um 30%<span> í bragðbættu tegundunum auk þess sem kynnt var ný hrein tegund. Viðtökurnar voru ekki góðar og salan slök. Fyrir nokkrum árum var svo kynnt til leiks Krakkaskyr </span></span>

með minni sykri og meiri ávöxtum, en sú vara gekk ekki heldur. Enn áður var það Jógúrtsopinn sem stílaður var á krakka og var með minni sykri.

Nú verður því spennandi að sjá hvort nýju vörurnar ná ekki betri kjölfestu, en Íslendingar virðast almennt mun meðvitaðri um að draga úr sykurneyslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert