Fullkominn smáréttur í kosningapartíið

Ferskar fíkjur er dásamlegar í salöt og sérstaklega með geitaosti.
Ferskar fíkjur er dásamlegar í salöt og sérstaklega með geitaosti. Tobba Marinós

Þessi smáréttur er fullkominn sem meðlæti, forréttur eða smáréttur í veislu. Hann er fljótlegur í gerð og einstaklega góður. Jafnvel þeir sem líkar ekki við geitaost eða rauðrófu munu kunna vel við þennan rétt, þar sem geitaosturinn er nokkuð sætur og rauðrófan mild í samhenginu.

Rauðrófuskífa með hunangsgeitaosti, furuhnetum og salati
fyrir 6 

1 væn fersk rauðrófa (getur flýtt fyrir þér og keypt foreldaða)
150 g hunangs geitaostur (fæst t.d. í Melabúðinni)
3 msk ristaðar furuhnetur
2 msk sítrónuolía
2 ferskar fíkjur
1 lúka spínat eða klettasalat
salt

Skerið rauðrófuna í vænar sneiðar, saltið og bakið í ofni uns lungamjúkar.
Setjið salat í botn á disk og dreypið olíunni yfir.
Raðið rauðrófusneið ofan á, því næst vel af osti, loks sneið af fíkju og toppið með ristuðum furuhnetum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert