Nýr veitingarstaður og diskóbar í miðbænum

Á barnum verður þjónað til borðs.
Á barnum verður þjónað til borðs. Árni Sæberg

Veitingastaðurinn Burro og diskóbarinn Pablo eru sjóðheit tvenna sem opnar á næstu dögum í Veltusundi þar sem veitingahúsið Einar Ben var áður til húsa. Pablo diskóbar er á efri hæð staðarins sem einkennist af sterkum litum, bleikum flamingó fuglum, diskókúlu og loforði um glimmer og gleði. 

Morgunmatur um miðja nótt? Kokteilarnir á Pablo eru flippaðir og …
Morgunmatur um miðja nótt? Kokteilarnir á Pablo eru flippaðir og ævintýralegir. mbl.is/Árni Sæberg

 Eyþór Mar Halldórsson, Gunnsteinn Helgi Maríusson , Samúel Þór Hermannsson og Róbert Óskar Sigurvaldson er eigendur staðarins. Eyþór og Gunnsteinn hafa í sameiningu starfað á og rekið nokkra af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar og eiga í félagi við Róbert sælkerakránna Public House. Það eru því vanir menn í brúnni. 
Halfdán Pedersen innanhúshönnuður hannaði staðinn en hannaði meðal annars Kex og Nafnlausa Pizza staðinn á Hverfisgötu.

„Það er suður amerísk stemming á Burro og matseðilinn er eftir því," segir Eyþór en matseðilinn er samsettur af smáréttum og steikarplöttum sem mælt er með að fólk sameinist um að panta og deila. 
„Við verðum líka með mikið úrval af vegan og grænmetisréttum í bland við aðra smárétti. Barinn er svo á efri hæðinni og verður opin lengur en veitingarstaðurinn um helgar.“

Bleikir flamingó fuglar prýða diskóbarinn.
Bleikir flamingó fuglar prýða diskóbarinn. Árni Sæberg

Diskókúla og kókópöffs 

Á efri hæðinni ráða reyndir barþjónar ríkjum en þar er að finna ansi frumlega kokteila á borð við Burning discoman og mjólkurkenndan kokteil sem borin er fram með kókópöffs. „Við erum með nokkra af bestu barþjónum landsins sem eru ansi litríkir karakterar og kunna öll réttu trixin. Á barnum verður allt afgreitt á borðin svo fólk þurfi ekki að standa í röð. Einhverjir af kokteilunum verða hristir á borðinu hjá fólki svo það sér hvernig drykkurinn er blandaður," segir Eyþór en hann lofar litríkri stemmingu. Í bland við bleika flamingó fugla og stóra diskókúlu verður spiluð suður amerísk diskótónlist. Barnþjónarnir verða í fatnaði með skírskotun í diskótímabilið. Ekki má gleyma gleðistundinni "happy hour" en hún verður alla daga milli 16 og 18. Fylgjast má með upplýsingum um hvenær staðirnir opna á facebook síðu Burro. 

Taco eru mjög vinsæl og ekki skemmir fyrir að hafa …
Taco eru mjög vinsæl og ekki skemmir fyrir að hafa þau fagurbleik. Árni Sæberg
Grilluð nautalund með chimichurri.
Grilluð nautalund með chimichurri. Árni Sæberg
Á Burro verður að finna suður ameríska matargerð.
Á Burro verður að finna suður ameríska matargerð. Árni Sæberg
Hálfdán Pedersen hannaði staðina tvo.
Hálfdán Pedersen hannaði staðina tvo. Árni Sæberg
Suður ameríska stemmingin er skemmtilega litrík.
Suður ameríska stemmingin er skemmtilega litrík. Árni Sæberg
Pablo Diskóbar
Pablo Diskóbar Árni Sæberg
Pablo Diskóbar skartar glæsilegri diskókúlu.
Pablo Diskóbar skartar glæsilegri diskókúlu. Árni Sæberg
Pablo Diskóbar
Pablo Diskóbar Árni Sæberg
Burning discoman er sterkur og frumlegur kokteill.
Burning discoman er sterkur og frumlegur kokteill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert