Svona lítur Hard Rock Reykjavík út

Barinn er í miðju staðarins eins og tíðkast víðaá Hard …
Barinn er í miðju staðarins eins og tíðkast víðaá Hard Rock.

Hard Rock Reykjavík verður opnað í Lækjargötu í kvöld klukkan 19. Veitingastaðurinn er á þremur hæðum en í kjallaranum er tónleikastaður sem verið er að leggja lokahönd á fyrir opnunina.

Dimma mun stíga á svið í kvöld kl. 21 sem hluti af Iceland Airwawes.
Á miðhæð staðarins er verslun sem selur hinn heimsfræga Hard Rock varning. Það hefur komið eigendum staðarins mikið á óvart hversu vinsæll varningurinn er.

„Fólk hefur reynt að komast inn á staðinn þrátt fyrir að allt sé rammlæst og ekki búið að opna, til þess eins að fá Reykjavíkurútgáfu af skotglasi, bol eða nælu," segir Styrmir Bjartur Karlsson, markaðstjóri Hard Rock Reykjavík.

Mikil breyting hefur orðið á gamla Iðu-húsnæðinu Lækjargötu.
Mikil breyting hefur orðið á gamla Iðu-húsnæðinu Lækjargötu.

Útlit Reykjavíkurstaðarins er töluvert frábrugðið hinu klassíska Hard Rock-útliti þar sem eigendur staðarins lögðu upp með að hafa ljósari við og léttari liti en hefðbundið þykir. Básarnir góðu eru þó auðvitað á sínum stað sem og fatnaður frá heimsþekktum stjörnum á borð við Beyoncé, Justin Timberlake, Lagy GaGa og hinn forláti lögreglubúning Britney Spears sem margir muna eftir út tónleikaferð hennar 2010.

Matarvefur mbl.is kynnti sér matseðil og var létt að sjá að uppáhaldsréttur margra „Sizzling fajitas“ er á sínum stað. Einnig er að finna sérstakan hamborgara sem eingöngu fæst á Íslandi. 

Verslunin er staðsett á miðhæðinni en tónleikastaðurinn í kjallaranum.
Verslunin er staðsett á miðhæðinni en tónleikastaðurinn í kjallaranum.
Básarnir koma vel út og eru jafnan vinsælustu borðin.
Básarnir koma vel út og eru jafnan vinsælustu borðin.
Hettupeysan kemur frá Beyoncé en bolurinn frá Justin Timberlake.
Hettupeysan kemur frá Beyoncé en bolurinn frá Justin Timberlake.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert