Hoppandi Jón sendiherrans

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert Cushman Barber er litríkur og skemmtilegur maður. Hann elskar Ísland og góðan mat. Við kíktum í heimsókn í eldhúsið hjá honum en Robert er duglegur að bjóða fólki heim til sín í mat. Hann býr í afskaplega fallegri íbúð í Borgartúni. Þar hefur hann komið sér upp frábærum garði með því að yfirbyggja svalirnar. Þar ræktar hann jarðarber, tómata og allskonar krydd. Sendiherrann er ekki bara veikur fyrir garðyrkju heldur einnig fyrir góðum grillmat og þá sérstaklega með grillsósu (bbq) sósu.

Hér deilir hann með okkur uppskrift sem honum þykir ákaflega vænt um en uppskriftin er yfirleitt elduð á nýársdag en þá bjóða sendiherrann og fjölskylda hans vinum og vandamönnum að koma við yfir daginn og fá sér að borða. Hann viðurkennir þó að eiginkona hans Bonnie hafi staðið strauminn af þeirri veislu en yfir 100 manns enduðu á að koma við á nýársdag í ár og borða þennan létta og góða rétt frá Suðurríkjunum.

Hoppin’ John er sérlegur suðurríkjaréttur sem eldaður er á nýársdag …
Hoppin’ John er sérlegur suðurríkjaréttur sem eldaður er á nýársdag á heimili sendiherrans.

Hoppin’ John

Undirbúningstími: 10 mínútur

Eldunartími: 50 mínútur
Fyrir 4 – eða 6 sem forréttur

Innihald:

150 g beikon (eða grísahækill)
2 msk. olía
1 sellerí  - smátt skorið
1 lítill laukur – smátt skorinn
1 lítil græn paprika – smátt skorin
2 hvítlauksgeirar – saxaðir
2 bollar svartbaunir, óeldaðar, látnar liggja í vatni áður skv. leiðbeiningum á pakka
1 eikarlauf (bayleaf)
2 tsk. þurrkað timijan
1 vel full msk. af Cajun seasoning
salt
2 bollar hrísgrjón (long grain)
vorlaukur eða skarlottlaukur til að skreyta með

Aðferð

Beikonið er skorið niður í litla bita og hægeldað í miðlungsstórum potti á miðlungshita.
Þegar kjötið er orðið steikt er selleríinu, lauknum og paprikunni bætt við. Látið malla í 4-5 mínútur og bætið þá við hvítlauknum og hrærið vel. Látið malla í aðrar 1-2 mínútur. Bætið þá við baununum, eikarlaufinu og kryddinu ásamt 4 bollum af vatni og setjið lok á pottinn. Látið malla í 30 mínútur eða lengur ef þarf. Baunirnar eiga að verða mjúkar en ekki maukaðar.

Á meðan baunirnar malla eru hrísgrjónin soðin í sérpotti samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

Þegar baunirnar eru eldaðar í gegn er umfram vatninu helt af og eikarlaufinu hent. Smakkið til með salti.

Berið réttinn fram ofan á hrísgrjónunum eða hrærið þeim saman við. Skreytið með smátt söxuðum vorlauk eða skarlottlauk.  Berið fram með grænkáli, rauðrófum eða  næpum.

Ábendingar frá Bonnie sendiherrafrú:

  • Besta útkoman næst með því að vera með jafnt hlutfall hrísgrjóna og baunablöndunnar.

  • Ekki salta fyrr en í lokin.
  • Það á að vera vel af grænmeti í réttinum svo það má bæta við eftir smekk.
  • Það gefur mjög gott bragð að bæta örlitlu beikoni við hrísigrjónin á meðan þau sjóða eða örlítilli Frank's hot eða Tabasco.
  • Það er vinsælt að vera með aukabeikon, steikt þar til það er stökkt, til að toppa réttinn.
  • Best er að bera réttinn fram með steiktu grænu káli á borð við grænkál og góðu maísbrauði.
Robert Cushman Barber elskar grillsósu frá suðurríkjunum.
Robert Cushman Barber elskar grillsósu frá suðurríkjunum.
Sendiherrann elskar Ísland og Bandaríkin og tók ekki annað í …
Sendiherrann elskar Ísland og Bandaríkin og tók ekki annað í mál en að matarvefur mbl.is eignaðist svuntu með bandaríska fánananum.
Sendiherran hefur komið sér upp góðu gróðurhúsi með því að …
Sendiherran hefur komið sér upp góðu gróðurhúsi með því að yfirbyggja svalirnar en þar er hann meðal annars með jarðaberjaturn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert