Besta sætkartöflumúsin

Sætkartöflumús er ómissandi með ýmsum fiskréttum, kalkún eða kjúkling.
Sætkartöflumús er ómissandi með ýmsum fiskréttum, kalkún eða kjúkling.

Þessi mús er algjört æði með nánast hverju sem er. Kartöflumúsina er óskaplega lítið mál að útbúa - ef þú kannt bestu aðferðina við að elda sætar kartöflur. Sjá hér.

2 vænar sætar kartöflur 
150 g hreinn rjómaostur
1 tsk. smjör
Sjávarsalt eftir smekk 
Malaðar chillíflögur á hnífsoddi - má sleppa

Eldið kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningunum hér að ofan. 
Skafið innan úr kartöflunum þegar þær eru tilbúnar. Það getur verið gott að nota ofnhanska til að halda á kartöflunum á meðan þær eru heitar.
Hrærið rjómaostinum, smjörinu og saltinu saman við. 
Þá er músin tilbúin. Hana má frysta eða jafnvel gera deginum áður fyrir stórveislu og hita þá upp t.d. í eldföstu móti og strá söxuðum pekanhnetum yfir til hátíðarbrigða.

Það er lítið mál að gera músina með því að …
Það er lítið mál að gera músina með því að heilbaka kartöflurnar og losna þannig við að skræla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert