Nizza ostakaka

Góð ostakaka er alltaf vinsæl. Ekki er verra ef þær …
Góð ostakaka er alltaf vinsæl. Ekki er verra ef þær eru fljótgerðar eins og þessi. Hró­bjart­ur Sig­urðsson
Nizzan ostakaka er hugmynd sem verður að kanna frekar. Það gerði Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari svo sannarlega í jólabæklingi Nóa Síríus. 

Hráefni
Botn
300 g hafrakex, mulið
3 msk. smjör, brætt
3 msk. sykur

Fylling
300 ml rjómi, þeyttur
340 g rjómaostur, mjúkur
100 g sykur
125 g Nizza súkkulaðismjör

Skraut
100 g hindber, fersk eða frosin
1 dl Nizza súkkulaðismjör, brætt

Aðferð
Botn
Blandið saman muldu kexi, smjöri og sykri. Blandið vel saman og látið í 28 cm form. Frystið þar til fyllingin er tilbúin.

Fylling
Hrærið saman þeyttan rjóma og sykur og blandið vel saman. Blandið Nizza kreminu varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni yfir botninn og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Hellið bræddu Nizza súkkulaðismjöri yfir kökuna.

Þessi ostakaka er einhverskonar stórkostleg snilld!
Þessi ostakaka er einhverskonar stórkostleg snilld! Hróbjartur Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert