Nachos og listi yfir jólabíómyndir

Girnilegt nachos sem fullkomið er að maula yfir góðri mynd.
Girnilegt nachos sem fullkomið er að maula yfir góðri mynd. ljufmeti.com

Svava okkar á Ljúfmeti.com er komin í kósígírinn og er með uppskrift að fullkomnu aðventukvöldi með mexíkósku ívafi.

„Það hefur myndast sú hefð hér heima að horfa saman á jólamyndir á aðventunni. Þetta eru notalegar stundir sem okkur þykir öllum vænt um og eru orðnar stór þáttur í jólaundirbúningnum. Undanfarin ár hef ég safnað saman lista yfir jólamyndir og mér datt í hug að setja hann hingað inn ef fleiri geta notið góðs af. Sumar þeirra horfum við á ár eftir ár, á meðan aðrar hanga óséðar á listanum. Þegar kemur að jólabíómundum vilja margir meina að Die Hard 1 sé besta jólamynd allra tíma en ég á erfitt með að taka undir það. Sjálf vel ég The Holiday, Love Actually eða Bridget Jones alla daga fram yfir Die Hard. Hvað krakkana varðar þá held ég að National Lampoon´s christmas vacation, Christmas with the Kranks og Home alone séu í uppáhaldi. Hér kemur listinn og hver mynd er með link á IMDb svo hægt sé að kynna sér þær betur:

ljufmeti.com

Nú þegar líður að annarri aðventuhelginni eru eflaust einhverjir farnir að huga að helgarmatnum. Jakob gerði matarmikið nachos um daginn með nautahakki, ostasósu, salsa og guacamole sem var svo æðislega gott að ég má til með að benda á uppskriftina. Ég kaupi ferskt guacamole í Hagkaup og hef staðið í þeirri trú að það fáist bara á föstudögum en mér til mikillar gleði sá ég það í Hagkaup í Smáralind í gær. Það er því vonandi farið að fást daglega. Við borðuðum nachosið yfir sjónvarpinu og mér finnst alveg upplagt að bjóða upp á það yfir jólamynd annað kvöld. Mín besta tillaga er að hendast í sturtu strax eftir vinnu, fara í náttfötin og koma sér síðan vel fyrir í sjónvarpssófanum yfir jólamynd og með nachos í kvöldmat. Í eftirrétt er hægt að hafa nammi. Notalegheit í hæstu hæðum!“

Nachos

1 pakki nautahakk
1 poki Santa Maria taco krydd
1 poki Tostitos (við vorum með eitthvað annað merki)
1 stk Tostitos ostasósa
1 krukka jalepeno (hægt að sleppa)
1 pk pizzaostur
1 stk sýrður rjómi 18%
1 stk Tostitos salsa
Guacamole

Steikið nautahakkið á pönnu og kryddið með Taco kryddinu. Raðið Tostitos flögum í eldfast mót og setjið nautahakk, jalapeno og ostasósu vítt og dreift á flögurnar. Gott er að láta enda á flögunum standa uppúr, þannig að auðvelt er að grípa í eftir eldun. Toppið nachosið með pizzaostinum og setjið í ofn í 8-10 mín á 180° eða þangað til osturinn bráðnar. Sýrði rjóminn, Tostitos salsa og Guacamole er sett á réttinn eftir eldun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert