Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum

Snjóhvítir hamingjutoppar!
Snjóhvítir hamingjutoppar! ljufmeti.com

Hin ljúfa og lekkera Svava er langt frá því að vera hætt að dæla út girnilegum jólasmákökuuppskriftum. Þessi uppskrift er skemmtileg og nýstárleg útgáfa af hinum upprunalegu lakkrístoppum og er auðveld í gerð.

Mikilvægt er að kunna að aðskilja egg á sem fljótlegastan máta áður en farið er í þennan gleðibakstur. Smelltu hér!

„Fyrr í vikunni bakaði ég lakkrístoppa en skipti lakkrískurlinu út fyrir piparfylltar lakkrísreimar. Útkoman varð bestu smákökur sem við höfum á ævinni smakkað! Ég hef aldrei séð kökur klárast jafnhratt og það leið ekki klukkutími frá því topparnir komu úr ofninum þar til þeir voru allir búnir. Ég, sem er ekki einu sinni neitt sérlega hrifin af piparfylltu reimunum, réð ekki við mig og borðaði meira en ég mun nokkurn tímann gefa upp. Ég segi bara, ef þið ætlið að baka eina smákökusort fyrir jólin þá skuluð þið baka þessa!“

ljufmeti.com

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 1 poki piparfylltar lakkrísreimar (80 g)
  • 1 poki suðusúkkulaðidropar (150 g)
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Skerið lakkrísreimarnar niður í smáa bita.
Blandið lakkrísreimum og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.
Mótið toppa með tveimur teskeiðum og bakið við 140° í 20 mínútur.
Hrærið varlega í blöndunni með sleif eftir að gúmmelaðið er …
Hrærið varlega í blöndunni með sleif eftir að gúmmelaðið er komið út í. ljufmeti.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert