Jólasmákökur Sollu á Gló

Solla bakaði kát ofan í yfir 200 konur á konukvöldi …
Solla bakaði kát ofan í yfir 200 konur á konukvöldi GLÓ. Ófeigur Lýðsson

Sólveig Eiríksdóttir eða Solla á Gló bauð upp á stórkostlegar vegan súkkulaðibitasmákökur á konukvöldi Gló í vikunni. Hún var svo elskuleg að deila með okkur uppskriftinni sem er hreint út sagt dásamleg.

Jóla Súkkulaðibitakökur

100g jurtasmjörlíki (má vera 50/50 jurtasmjörlíki og kókosolía)
180g kókospálmasykur - hrærið saman í hrærivél þar til þetta verður létt og loftkennt (ca 30 mín)
¾ dl jurtamjólk
2 tsk vanilla - bætt útí og látið hrærast svolítið lengur
50g kakóduft
1 tsk vínsteinslyftiduft
½ tsk sjávarsalt
½ tsk chiliflögur - bætt úti og látið hrærast svolítið lengur
240g spelt (best að nota fínt og gróft til helminga) - bætt útí og hrært í 1 mín
100g heslihnetuflögur 100 – 140g
71% súkkulaði - hrærið útí í höndunum

Best er að rúlla deiginu í nokkrar pulsur og geyma inn í ísskáp. Kökurnar verða fullkomnar ef deigið fær að vera yfir nótt í ísskápnum.

Skerið deigið í ½ cm þunnar sneiðar, setjið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið við 170°C í 10 mín. Kælið kökurnar áður en þið setjið í kökuboxin.

Athugið að ef þið felið ekki boxin þá klárast þær á örskotstundu…

Dökkar og dásamlegar súkkulaðibitakökur.
Dökkar og dásamlegar súkkulaðibitakökur. Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert