Mikið uppbókað á aðfangadag

Skólabrú er uppbókuð á aðfangadag.
Skólabrú er uppbókuð á aðfangadag.

Lítið virðist vera um að veitingahús séu opin á aðfangadag ef marka má skráningar á síðunni visitreykjavik.com. Þar er að finna lista yfir opnunartíma veitingahúsa í miðborginni þó listinn sé langt því frá að vera tæmandi. Flest veitingahús sem eru með opið eru tengd hótelum. Þó eru einhver veitingahús þess fyrir utan með opið. Bryggjan Brugghús er með opið til klukkan 21:30, Steikhúsið til kl 23 og Skólabrú til kl 24 á aðfangadagskvöld.

„Það er allt fullbókað hjá okkur á aðfangadag. Það er rúmur mánuður síðan það fylltist," segir Þórir Björn Ríkharðsson eigandi Skólabrúar en fyrstu gestirnir koma um fimmleitið á aðfangadag. 

„Við verðum með samsettan jólamatseðil sem byggir á íslenskum hráefnum. Lamb, gæs og lundi verða í aðalhlutverki í ár," segir Þórir en það eru nánast einungis ferðamenn sem eiga bókað á aðfangadagskvöld. 

Á Steikhúsinu er enn hægt er að bóka borð en kvöldið er tvískipt. „Hægt er að bóka borð klukkan 18 eða klukkan 20:30," að sögn Atla Más Sigurðssonar veitingastjóra. „Við vorum líka með opið í fyrra en verðum með lengri opnunartíma í ár. Ég reikna með að síðustu gestirnir verði að fara um klukkann 23. Það gengur ágætlega að manna vaktina. Þetta er þægnilegt kvöld í vinnslu þar sem við erum bara með einn samsettan matseðill í gangi og svo vinna eigendurnir sjálfir líka.“ Aðspurður um álagningu á aðfangadag svara hann „Það er engin álagning á drykkjum en matseðilinn er á aðeins hærra verði þar sem þetta er rauður dagur. Við erum þó ekki að okra á neinum.“

Mikill áhugi er sem áður meðal ferðamanna að eyða jólunum á Íslandi. Nánar má lesa um það hér.

Steikhúsið er vinsæll staður meðal ferðamanna.
Steikhúsið er vinsæll staður meðal ferðamanna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert