Stórkostlegur gourmet-heimur Gunnars

Við fjölskyldan ferðuðumst um Sikiley sl. vor. Dvöldum oft í …
Við fjölskyldan ferðuðumst um Sikiley sl. vor. Dvöldum oft í bændagistingu því þar fær maður oft alveg frábæran mat sem er ekki dýr. Hráefnið upp á 10. Gunnar Sverrisson

Gunnar Sverrisson ljósmyndari telur sig vera heppinn að fá að starfa við áhugamálið en hann er einn besti matarljósmyndari landsins. Gunnar byrjaði sem fréttaljósmyndari en hefur síðastliðin 18 ár starfað sjálfstætt. „Helstu viðfangsefnin eru að mynda arkitektúr, mat og alltaf landslag þegar tækifæri gefst til þar sem ég nýt þess afar mikið að vera úti í fjölbreytileika náttúrunnar. Við hjónin, Halla Bára Gestsdóttir, höfum gefið sjálf út bækur um heimili og arkitektúr og unnið að nokkrum matreiðslubókum. Nú síðast var það bók frá Forlaginu, Máttur matarins. Við sáum saman um ljósmyndun í þá bók. Það er alltaf gott að vinna með konunni minni en höfum gert það frá okkar fyrstu kynnum," segir Gunnar en Halla Bára Gestsdóttir eiginkona hans er innanhúshönnuður. Hjónin halda meðal annars úti síðunni Home and Delicious.

Gunnar Sverrisson ljósmyndari
Gunnar Sverrisson ljósmyndari Gunnar Sverrisson

Gunnar segir mikla ástríða fyrir mat og góðum drykkjum spilar þar stórt hlutverk í áhuga sínum á matarljósmyndun.„ Það er eins að vinna með arkitektúr. Á einhvern hátt heillar það mig þetta tvennt vegna þess að á endanum snertir þetta okkur öll, á einn eða annan hátt. Umhverfi okkar og það sem við borðum tengist fólki og fólk er áhugavert.“

Hvað veitir þér innblástur? 
Litir, ferðalög og konan mín veita mér mestan innblástur. Halla er minn helsti stuðningsmaður og hafur talið mér trú um að ég ráði við verkefnið. Það er minn innblástur.

Lumar þú á leyniráð í fyrir áhugaljósmyndara? 
Mér hefur alltaf fundist allir geta tekið myndir. Fólk er oft að afsaka sig við mig, að það kunni ekki að taka myndir. Þetta er ekki satt. En það er eitt sem mig langar að hvetja fólk til að gera. Þegar teknar eru myndir af fjölskyldu eða vinum. Ekki neyða fólk til að horfa í myndavélina. Njótið augnabliksins, leyfið fólki að gera það sem það er að gera, smellið af og þannig festið þið augnablikið í réttu ljósi. Prófið þetta. Og jú, kannski eitt í viðbót. Það þarf ekki að mynda “allt”. Sumt er gott að eiga með sér og sínum í minningunni.

Hvernig mat eða matartengdum efni er skemmtilegast að mynda?
Við elskum allt sem tengist Ítalíu og ítölskum mat. Hver gerir það ekki! Það er mikil stemmning í kringum ítalska matargerð, einfaldleikinn getur auðveldlega skilað sér í mynd. Gaman að vera í kringum fært fagfólk, fylgjast með vinnubrögðum þess og reyna að fanga andrúmsloftið við matargerðina. Síðan er bara líka gaman að vinna að bók eins og við vorum að klára og sjá koma út. Mátt matarins.

Gunnar valdi nokkrar af sínum uppáhalds matartengdu ljósmyndum sem hann hefur tekið í gegnum tíðina og deilir hér með okkur fegurðinni.

Slippurinn í Vestmannaeyjum. Einstakllega skemmtilegur veitingastaður sem systkinin Gísli og …
Slippurinn í Vestmannaeyjum. Einstakllega skemmtilegur veitingastaður sem systkinin Gísli og Indíana Auðunsbörn reka. Gísli er afar spennandi matreiðslumaður. Gunnar Sverrisson
Starfsmaður veitingahúss fyrir utan Pantheon í Rom, að sjálfsögðu með …
Starfsmaður veitingahúss fyrir utan Pantheon í Rom, að sjálfsögðu með gelato. Róm er ein af mínum uppáhalds borgum. Gunnar Sverrisson
Halla Bára kemur sterk inn í stíliseringu.
Halla Bára kemur sterk inn í stíliseringu. Gunnar Sverrisson
Enn og aftur Ítalía. Róm, lítill staður, leyndarmálið okkar. Erum …
Enn og aftur Ítalía. Róm, lítill staður, leyndarmálið okkar. Erum þarna að borða með ítölskum vinum okkar sem við kaupum af ólífolíu og flytjum inn okkur til skemmtunar. Gunnar Sverrisson
Ein af mínum uppáhalds úr bókinni Máttur matarins. Þarna kemur …
Ein af mínum uppáhalds úr bókinni Máttur matarins. Þarna kemur Halla Bára sterk inn. Gunnar Sverrisson
Frá sama stað í Róm. Djúpsteitkur ætisþystill. Þarf að segja …
Frá sama stað í Róm. Djúpsteitkur ætisþystill. Þarf að segja meira. Gunnar Sverrisson
Matargerð í bústaðnum veitir okkur ánægju. Hrátt umhverfi.
Matargerð í bústaðnum veitir okkur ánægju. Hrátt umhverfi. Gunnar Sverrisson
Salt er ómissandi, hvað þá gott salt. Vinur minn Björn …
Salt er ómissandi, hvað þá gott salt. Vinur minn Björn Steinar hjá Saltverki við Ísafjarðardjúp sýndi mér verkunina. Magnað ferli fyrir mikilvæga og góða afurð. Gunnar Sverrisson.
Litríkt úr Mætti matarins.
Litríkt úr Mætti matarins. Gunnar Sverrisson.
Mynd úr bókinni, Máttur matarins. Ég er hrifinn af “dökkum” …
Mynd úr bókinni, Máttur matarins. Ég er hrifinn af “dökkum” matarmyndum. Gunnar Sverrisson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert