Tíndi ferskt blóðberg í Heiðmörk

Krækiberjaterta með hvítu súkkulaðikremi og blóðbergi.
Krækiberjaterta með hvítu súkkulaðikremi og blóðbergi. 17 Sortir

Villt blóðberg vex í Heiðmörk og er enn nothæft nú 10. desember sem segir ansi mikið um hlýtt veðurfar síðustu vikna. Það er því þjóðráð að fara að tína blóðberg áður en næsta næturfrost skellur á. Blóðbergið er bragðmikið og hentar einkar vel til dæmis í maríneringar á lambakjöti. Þá er kjötið sett í poka með til dæmis olíu, hvítlauk og blóðbergi og látið liggja 2 daga inni í ísskáp í vel lokuðum poka (ziplock.)

Auður Ögn Árnadóttir, eigandi kökusjoppunnar 17 sortir, er mikill náttúruunnandi. Auður fór og tíndi ferskt blóðberg sem hún notaði í huggulegar hausttertur sem eru nú til sölu í 17 Sortum Grandagarði. 

Ferskt blóðberg úr Heiðmörk.
Ferskt blóðberg úr Heiðmörk. 17 Sortir

Við erum með í borðinu hjá okkur í dag krækiberjatertu með blóðbergi og hvítu súkkulaðikremi.  Fullkomin haust-terta þótt nú sé vissulega miður vetur. Það sem er sturlað við þessa staðreynd eru ekki krækiberin sem við tíndum í Hvalfirðinum í haust og eru búin að hafa það gott í frystinum okkar síðan – nei, heldur er það blóðbergið sem við tíndum í Heiðmörk. Í GÆR,“ segir Auður á Facebook-síðu 17 sorta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert