Grafnar gæsabringur með súrsuðum rauðlauk

Einstaklega fallegur réttur sem tekur stutta stund að útbúa séu …
Einstaklega fallegur réttur sem tekur stutta stund að útbúa séu gæsin, brauðið og hlaupið keypt tilbúin. Eggert Jóhannesson

Albert Eiríksson matarbloggari og séntilmaður kemur hér með ljúffenga uppskrift að smárétti eða forrétti sem sómir sér vel á hvaða hátíðarborði sem er. Þessi réttur er mjög einfaldur í gerð en Albert segir rauðlaukinn vera leyndardóminn. „Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann.“ Rétturinn er fljótlegur í gerð séu gæsabringan, brauðið og hlaupið keypt tilbúin. Það þarf ekki alltaf að gera allt frá grunni!

Grafnar gæsabringur á snittubrauði með krækiberjahlaupi og súrsuðum rauðlauk

Skerið niður snittubrauð og smyrjið með rjómaosti eða sósu ef vill. Raðið niðursneiddum gæsabringunum á brauðið og setjið því næst súrsaðan rauðlauk (sjá uppskrift hér að neðan) og loks gott krækiberjahlaup.

Súrsaður rauðlaukur

1 stór rauðlaukur
1/2 b. edik
1 b. vatn
2 msk. sykur
1 tsk. salt
smá pipar

Skerið rauðlaukinn í tvennt og síðan í sneiðar. Setjið hann í hreina glerkrukku. Sejtið edik, vatn, salt og pipar í pott og hitið upp að suðu. Slökkvið undir og látið standa í ca. 5 mín. Hellið yfir laukinn og lokið. Geymið í ísskáp í um viku. Þá er tilbúinn súrsaður rauðlaukur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert