Matarlitur sem gerir börnin ekki tryllt

Margir matarlitir innihalda mikið magn aukaefna en víða í heilsubúðum …
Margir matarlitir innihalda mikið magn aukaefna en víða í heilsubúðum er að finna náttúrulega liti.

Móðir ungs drengs hafði samband við Matarvefinn í leit að matarlitum sem ekki innihalda aukaefni en slíkt fer mjög illa í son hennar. Hún segist þó ekki geta neitað honum um að skreyta piparkökur enda sé það hefð á heimilinu. Matarvefurinn fór því á stúfana og fann franska matarliti hjá Matarbúri Kaju Óðinsgötu sem eru framleiddir eingöngu úr náttúrulegum og lífrænum efnum.

Rauðbleiki liturinn er gerður úr rauðrófu, græni litur úr netludufti og guli úr túrmerik. Litirnir gefa þó ekki sterkt bragð af innihaldsefnunum að sögn framleiðanda. Litirnir eru glútenlausir og vegan og kostar pakkinn 744 krónur með litunum þremur. 

Kaja Organics flytur litina inn en litirnir fást víða í …
Kaja Organics flytur litina inn en litirnir fást víða í heilsubúðum og eru bæði glúteinlausir og veganvænir.

Matarvefurinn tekur við fyrirspurnum á matur@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert