Súkkulaði á 60 sek - Piparkökutrufflur

Piparkökur eru ómissandi á jólunum en kannski ekki beint mjög nýstárlegar. Eða hvað? Í 2. þætti af Súkkulaði á 60 sekúndum fá piparkökur æðra hlutverk í jólatrufflum sem innihalda aðeins 3 innihaldsefni og eru mjög auðveldar í gerð.

Varist þó að ofmala piparkökurnar því það er einmitt kex-áferðin sem gefa trufflunum aukana gleði. Appelsínusúkkulaðið setur svo punktinn yfir i-ið! 

Piparkökutrufflur með appelsínusúkkulaði

150 g piparkökur, gróft malaðar + 30 g auka til að skreyta með
150 g rjómaostur
200 g konsum orange súkkulaði, brætt

Hrærið piparkökunum og rjómaostinum vel saman.
Setjið í kæli í 30 mínútur svo betra sé að móta kúlur úr deiginu.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Mótið kúlur úr deiginu og hjúpið súkkulaði.
Stráið piparköku mylsnu yfir og kælið.
Geymið  í kæli.

Appelsínusúkkulaði og piparkökur! Það verður varla jólalegra.
Appelsínusúkkulaði og piparkökur! Það verður varla jólalegra. Tobba Marinósdóttir
Innihaldsefnin eru aðeins þrjú eða gleðin sem fylgir afrakstrinum er …
Innihaldsefnin eru aðeins þrjú eða gleðin sem fylgir afrakstrinum er upp á 10! Tobba Marinósdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert