Snilldar eldhúsgræja gegn matarsóun

Food Huggers eru sílikonhlífar í ýmsum stærðum sem setja má …
Food Huggers eru sílikonhlífar í ýmsum stærðum sem setja má á matvæli tryggja ferskleika lengur. foodhuggers.com

Food Huggers eru sílikonhlífar í ýmsum stærðum sem setja má á matvæli til að koma í veg fyrir að "opni" endinn á til dæmis grænmeti eða ávöxtum fari illa. Einnig má nota stykkin til að loka krukkum og dósum. Hlífarnar eru án aukaefna og þær má setja í frysti, örbylgjuofn eða uppþvottavél. Markaðssetningin á hlífunum hefur einnig verið mjög skemmtileg en kynningarlínan er  „faðmaðu matinn þinn og láttu þér þykja jafnt vænt um báða helmingana! Þann sem þú borðar í dag - og það sem þú ætlar að borða á morgun. “

Stofnendur Food Huggers Michelle og Adrienne hafa þekkst í hátt …
Stofnendur Food Huggers Michelle og Adrienne hafa þekkst í hátt í 20 ár. foodhuggers.cpm

Food Huggers kom á markað fyrir tveimur árum en hafa vinsældir hlífanna vaxið gríðarlega samhliða vitundarvakningu á því að minnka matarsóun. Hlífarnar góðu eru því uppseldar fyrir jólin en áhugasamir geta fylgst með Food Huggers hér.

Hlífarnar virka einnig til að loka hinum ýmsu ílátum.
Hlífarnar virka einnig til að loka hinum ýmsu ílátum. foodhuggers.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert