Lét sérsmíða jólabjórtré

Jólabjórtréið í einhleypu stofunni hjá Magga áður en hann fann …
Jólabjórtréið í einhleypu stofunni hjá Magga áður en hann fann ástina.

„Ég ákvað að fara óhefðbundna leið í jólatrjáaleiðangrinum því ég er með ofnæmi fyrir alvöru trjánum og fannst ekki málið að kaupa gervi sjálfur,“ segir Magnús Magnússon sérfræðingur í markaðsmálum á netinu hjá Íslensku Auglýsingastofunni. Maggi eins og hann er kallaður er þekktur fyrir að vera mikill húmoristi og áhugamaður um bjór svo afraksturinn kemur kannski ekki á óvart.

Jólabjórtréið er nú stútfullt af Kaldabjór - ísköldum út á …
Jólabjórtréið er nú stútfullt af Kaldabjór - ísköldum út á svölum.

„Ég teiknaði þetta upphaflega útfrá einhverri hugmynd sem ég hafði og ég fékk svo pabba minn sem er járnsmiður til að smíða grindina og keypti plexigler frá Logoflex sem þeir skáru út eftir stærð. Ég var einhleypur á þessum tíma og fannst þetta alveg tilvalin pæling, og þetta er smíðað með það í huga að hafa bjóra í trénu,“ segir Maggi sem er í dag komin með fjölskyldu svo tréð góða þurfti að færast um set enda ekki beint fjölskylduvænt.

Maggi er mikill húmoristi og með ofnæmi fyrir greni. Eðlilega …
Maggi er mikill húmoristi og með ofnæmi fyrir greni. Eðlilega lét hann því sérsmíða jólabjórtré.

„Ég byrjaði með þetta inní stofu hjá mér fyrir nokkrum árum en núna er maður kominn í sambúð í Garðabæ. Það fylgd ein lítil skotta með í kaupbæti þannig að þá þarf auðvitað að vera með almennilegt tré líka. Reyndar gervi en það kemur ekki að sök.Við erum með yfirbyggðar svalir þannig að þetta er núna alveg á fullkomnum stað, bjórinn er kaldur, fallegt skraut á svölunum og pláss fyrir aðal jólatréð í stofunni,“ segir Maggi alsæll með útkomuna og breyttar áherslur í jólatrés málum.

Maggi setti tréð sérstaklega upp núna fyrir árlegu jólabjórsmökkunina hjá …
Maggi setti tréð sérstaklega upp núna fyrir árlegu jólabjórsmökkunina hjá vinahópnum þar sem allr helstu jólabjórarnir eru blindsmakkaðir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert