Ostakaka með tvöföldu súkkulaði og bismark

Í þætti 3 af Súkkulaði á 60 sekúndum er boðið upp á hátíðlega ostatertu sem er vægast sagt sturlað góð. Ostatertur eru í miklu uppáhaldi hjá mér en þessi terta er líklega með bestu ostatertuuppskriftum sem ég hef bragðað. Bragðmikil en bismark brjóstsykurinn gefur henni ferskan tón. Mér datt uppskriftin í hug út frá ást minni á jólasúkkulaðinu úr fyrsta þætti af Súkkulaði á 60 sekúndum. Í þessari uppskrift hittist hvítt súkkulaði, bismark brjóstsykur, dökkt súkkulaði og rjómaostur. Þetta er því fjórföld hamingja. Ég bauð vinnufélögunum að smakka tertuna sem hvar á örfáum sekúndum. Ég myndi ekki láta næsta sólhring líða án þess að skella í þessa elsku. Ekki hugsa - baka baka! Eða hræra öllu heldur!

Þetta er líklega ein besta ostakaka sem til er.
Þetta er líklega ein besta ostakaka sem til er. Tobba Marinósdóttir

Botn innihald:
250 g hafrakex, malað 
100 g smjör, brætt

Kaka innihald:
250 g Síríus suðusúkkulaði, brætt (eða 70%)
150 g Síríus konsum súkkulaði - hvítt, brætt  
500 g rjómaostur
400 ml rjómi, þeyttur
2 msk flórskykur
Malaður bismark brjóstsykur, sirka 3 msk 

Botn aðferð:
Hrærið smjörinu og kexinu saman og þrýstið ofan í mót.  Kælið.

Kaka aðferð:
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði (í sitthvoru lagi) og þeytið rjómann fyrst 300 ml og síðan 100 ml.

Dökka lagið:
Hrærið 350 g af rjómaosti vel, bætið þeytta rjómanum (300 ml) saman við og blandið vel saman. Blandið því næst saman við flórsykrinum og dökka súkkulaðinu. Passið að súkkulaðið hafi aðeins náð að kólna (sirka fingurvolgt). Hellið súkkulaðiblöndunni ofan á botninn og setjið í frysti á meðan hvíta fyllingin er útbúin. 

Ljósa lagið:
Hrærið 150 g af rjómaosti vel, bætið þeytta rjómanum (100 ml) saman við og blandið vel saman.Hellið hvíta súkkulaðinu út í og blandið vel saman. Hvíta blandan fer ofan á þá dökku og loks toppað með bismark.

Kælið í minnst tvo tíma.

ATH það má vel gera fyrst eina hvíta blöndu þeas hræra allan rjómaostinn og rjóman saman og skipta því svo að dökka súkkulaði og flórsykurinn fari út í 2/3 en það hvíta út í rest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert