Gylltu diskarnir sem gera allt vitlaust

Einfalt og stílhreint hátíðarborð Ólafar Jakobínu stílista hjá Gestgjafanum.
Einfalt og stílhreint hátíðarborð Ólafar Jakobínu stílista hjá Gestgjafanum. Mbl.is/ Ófeigur Lýðsson

Ólöf Jakobína Ernudóttir innanhússarkitekt skreytir að þessu sinni hátíðarborðið í Epal. Grænt, grátt og gyllt ræður ríkjum á þessu stílhreina og fallega borði en gylltu smádiskarnir frá Tom Dixon setja sterkan svip á borðið. Árið 2011 stofnaði Ólöf Jakobína ásamt Guðbjörgu Káradóttur hönnunartvíeykið Postulínu en þær hanna og framleiða muni úr postulíni. Jólatrén og kúluvasarnir frá þeim hafa notið mikilla vinsælda og eru mörgum fagurkeranum kunnugleg. Ólöf vinnur einnig í dag sem stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því nokkuð æfð í að leggja á borð.

Guðbjörg Káradóttir og Ólöf Jakobína Ernudóttir eru konurnar á bak …
Guðbjörg Káradóttir og Ólöf Jakobína Ernudóttir eru konurnar á bak við Postulínu. Rósa Braga
 
Hvaðan fékkstu hugmyndir í ár?
Hugmyndirnar koma alltaf úr öllum áttum. Nú langaði mig að útbúa kósí og huggulega stemmningu en um leið hátíðlega. Ég valdi dökkgráan dúk sem er að vísu rúmteppi en mér fannst bæði liturinn og vefnaðurinn svo fallegur að ég ég skellti teppinu á borðið. Mér finnst gaman að nota fínlega hluti með grófum – spila með andstæður. Stilla upp stórum og veglegum glervasa frá Georg Jensen og þar við hliðina grófum leirpotti, nota fínlegar Eucalyptus-greinar með grófum laukum, amaryllis og hýasintum. Litlu gulldiskarnir koma svo með hátíðleikann og jólatrén má ekki vanta. 

Hvaða hlutir eru á borðinu? 
Matardiskarnir eru frá Alessi
Litlu gylltu diskarnir eru frá Tom Dixon
Hnífapörin eru hönnun Louise Campbell, frá Georg Jensen
Glösin eru frá Muuto
Brettið á miðju borði er frá Ferm Living
S
tóri kertastjakinn er Kubus frá By Lassen og á borðinu eru líka vörur frá Postulínu, hvítu postulínsjólatrén, svartir blómapottar og blómavasar.
 
Ef þú ætlaðir að kaupa þér einn hlut á hátíðarborðið hvað væri það?
Ég myndi kaupa mér Alfredo-blómavasann frá Georg Jensen - ég elska græna glervasa og þessi er algjör lúxusútgáfa, virkilega hátíðlegur. 
 
Er matur skraut?
Já, það má kannski segja það. Fallegur matur vel settur upp á disk getur verið algjört listaverk og því vissulega skraut. Það er því oft gott að nota einfalda diska fyrir fallega rétti, eitthvað sem stelur ekki athyglinni frá matnum.
Hvaða skreytingarráðum lumar þú á?
Þegar lagt er á jólaborðið er tilvalið að nota eitthvað persónulegt, jólaföndur frá börnunum eða fallegar jólakúlur sem fylgt hafa fjölskyldunni. Oft er best að hafa grunninn einfaldan, einlitan dúk ef nota á dúk og reyna þannig að tóna borðið niður. Greni og könglar er klassískt skraut á jólaborðið og alltaf fallegt – munið að einfaldleikinn er oftast bestur. 
 
Hvað notar þú yfirleitt marga liti?
Sem fæsta, er ekki mjög litaglöð. Grunnurinn er oftast hvítur, svartur, grár eða beige en mér finnst fallegt að blanda einum eða tveimur litum við, svona við hátíðleg tækifæri. Annars finnst mér fallegast að nota litina úr náttúrunni, brúna liti frá mismunandi viðartegundum, græna liti frá plöntum og skærari liti frá afskornum blómum og ávöxtum. 
Takið eftir litu dökku kúluvösunum en þá handgerir Postulína. Vasarnir …
Takið eftir litu dökku kúluvösunum en þá handgerir Postulína. Vasarnir eru smart undir blóm, salt eða nánast hvað sem er.
Jólatrén frá Postulínu eru mjög vinsæl en þau fást einnig …
Jólatrén frá Postulínu eru mjög vinsæl en þau fást einnig svört í ár hjá NORR. Ófeigur Lýðsson
Gyllti smádiskurinn frá Tom Dixon er gullfallegur.
Gyllti smádiskurinn frá Tom Dixon er gullfallegur.
Eucalyptus eru mjög fallegar greinar sem ilma vel og haldast …
Eucalyptus eru mjög fallegar greinar sem ilma vel og haldast fallegar jafnvel þótt þær þorni upp. Mínímalískt og fallegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert