Bleikur ananas gerir allt vitlaust

Engar myndir eru til af ávextinum þar sem Del Monte …
Engar myndir eru til af ávextinum þar sem Del Monte fer mjög leynt með verkefnið þar til einkaleyfi hefur fengist. Þessi mynd er unnin í myndvinnslu.

Ávaxtaframleiðandinn frægi Del Monte hefur verið að þróa bleikan erfðabreyttan ananas frá árinu 2005. Ananasinn er ræktaður í Kosta Ríka og þykir óskaplega fallegur.

Nú loks var matvæla- og lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum að samþykkja sölu á bleika ananasinum skv. fréttastofunni NBC News. Ávöxturinn fagri er þó ekki kominn í almenna sölu en netið logar af eftirvæntingu.  Del Monte hefur sótt um einkaleyfi á þessum fallega ávexti en ananasinn er gerður bleikur með því að bæta í hann efni sem heitir lycopene og gefur tómötum sinn rauða fallega lit. Efnið gerir ávöxtinn einnig sætari svo bleiki ananasinn verður mun sætari en sá venjulegi. Kolbeinn Ágústsson hjá Innnes sem flytur inn ávexti frá Del Monte á Íslandi segist fylgjast með stóra ananasmálinu en þó nokkuð hafi verið lagt á sig fyrir nokkrum árum við að fá einn sætasta og vinsælasta ananas í heimi, gyllta ananasinn frá Del Monte, til landsins, „Við fylgjumst með málinu og ég útiloka ekkert,“ segir Kolbeinn, spurður hvort bleiki ananasinn verði fáanlegur hérlendis.

E
ngar myndir eru til af bleika ananasinum þar sem Del Monte fer mjög leynt með ávöxtinn þar til einkaleyfi hefur fengist. Áhugasamir ananasunnendur hafa þó óspart leikið sér í myndvinnsluforritum til að spá fyrir um útkomuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert