Nizza-trufflur með hesilhnetum

Nizzaheslihnetusúkkulaðismjör er algjör dásemd. Ekki versnar það þegar suðusúkkulaði, hnetusmjör og rjómi bætast við – það köllum við gott partý! Þessar trufflur eru fljótlegar og mjög góðar. Ekki bara slefa – skelltu í þessar dúllur. Í 4. þætti af Súkkulaði á 60 sekúndum sérðu hvernig trufflurnar eru útbúnar á mjög einfaldan máta.

Dúlluboltar sem enginn með réttu ráði afþakkar!
Dúlluboltar sem enginn með réttu ráði afþakkar!

100 g Síríus-suðusúkkulaði, saxað
60 ml rjómi
150 g Nizza hnetusúkkulaðismjör
1 msk. heslihnetusmjör
60 g heslihnetuflögur
Örlítið salt

Hitið rjóma í potti (rúmlega fingurvolgt) og hellið yfir súkkulaðið. Því smærra sem það er saxað því hraðar bráðnar það.
Hrærið vel uns súkkulaðið hefur samlagast rjómanum.
Bætið þá nizzasúkkulaðismjörinu við.
Loks er það hnetusmjörið og saltið.
Hrærið uns kekkjalaus þykk blanda hefur myndast.
Kælið þar til blandan hefur storknað.
Mótið þá kúlur og veltið upp úr heslihnetuflögum.

Geymið í kæli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert