Bailey's saltkaramellukonfekt og íssósa

Í þessum næstsíðasta þætti af Súkkulaði á 60 sekúndum hendum við í unaðslegt konfekt fyllt með saltri Bailey's karamellu. Fyrir utan hvað fyllingin er stórkostlega góð þá er hún ein og sér snilld sem sósa út á hátíðarísinn eða á tertur.

Í lokaþættinum í næstu viku gerum við sturlaðan lakkrískúluís sem grætir hvern einasta lakkrísunnanda!

Guðdómlegir konfektmolar fylltir með saltri Bailey's karamellu.
Guðdómlegir konfektmolar fylltir með saltri Bailey's karamellu. Tobba Marinós

Innihald:
150 g ljósar Nóa töggur 
1 dl Bailey's 
1/3 tsk sjávarsalt
250 g suðusúkkulaði

Karamellufylling
Bræðið töggurnar við vægan hita ásamt líkjörnum.
Bætið saltinu við í restina.
Þessi blanda er einnig fullkomin sem íssósa.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Húðið konfektmótin að innan (sjá myndband).
Kælið í 15 mínútur.
Setjið fyllinguna í sprautupoka og sprautið í mótin.
Gætið þess að skilja eftir nóg pláss til að loka molunum með súkkulaði.
Kælið.
Lokið með súkkulaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert