Peru- og gráðagóð hvolfbaka

Einstaklega girnileg baka stútfull af osti, perum og hamingju.
Einstaklega girnileg baka stútfull af osti, perum og hamingju. mbl.is/ Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Einfaldleikinn er það besta sem ég veit þegar kemur að matseld en það þarf að velja gæðahráefni til að fá réttinn til að syngja. Léleg hráefni verða aldrei annað en lélegur matur,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi ostasérverslunarinnar Búrsins. Hún bakaði unaðslega hvolfböku (Tarte Tatin) sem hún deilir hér uppskriftinni að. „Ég er hrifinn af þessari böku þar sem það er lítið sem ekkert uppvask og það er hægt að gera endalausar samsetningar eftir því í hvernig skapi maður er,“ segir Eirný en til að útbúa bökuna þarf góða þykkbotna pönnu sem má fara í ofn.

Eirný er eitt mesta ostaséní landsins og goumet grallari í …
Eirný er eitt mesta ostaséní landsins og goumet grallari í ofanálag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson


6-8 perur  – eða epli (fer eftir stærð)
175 g sykur
3 msk. púrtvín
3 msk. vatn (eða 6 msk. vatn ef púrtið er búið)
120-150 g Gráðagóður (Gráðagóður er sérvitur og víðlesinn púrtvínsleginn gráðaostur sem við Búrverjar nostrum við. Hann er indæll og almennilegur en gott er að dreypa á púrtvíni með honum.)
1 pakki frosið smjördeig

Svona gerum við svo;

Flysjið perurnar og skerið þær í hálft.
Kjarnhreinsið þær með teskeið eða melónukúluskeið ef svoleiðis er til.
Fyllið hvern peruhelming með Gráðagóð (í gatið þar sem kjarninn var)
Sjóðið saman púrtvín, vatn og sykur þar til það er orðið að sírópi en alls ekki of dökkt.
Leggið nú fyllta peru helminganna „á bakið“ í hring í kringum pönnuna.
Ef þið viljið er hægt að setja nokkrar klípur af smjóri inna á milli peru helminganna en þetta er alls ekki nauðsynlegt.

Fletjið út smjördeig í sirka 1/2 cm þykkt.
skerið í hring svo að það er aðeins breiðara en pannan og skellið yfir perurnar.
Stingið deiginu aðeins niður svo að það knúsi perurnar smá.
Stingið nokkur loftgöt í deigið.
Skellið pönnu í 220 gráðu heitan ofn í sirka 30 mínutur eða þar til smjördeigið er fallega risið og orðið gullinbrúnt.

Takið bökuna úr ofni.
Gott er að kíkja niður með hlið pönnunnar til að sjóða hversu mikill safi þær hafa gefið frá sér.
Ef mikill safi er þá finnst mér gott að skella pönnunni á eldavélahelluna á háan hita og leyfa aðeins að bubbla þar til safinn er orðin þykkur.

Hvort sem þarf að gera þetta eða ekki þá ráðlegg ég alltaf að leyfa bökunni að standa í góðar 10 mínútur að jafna sig áður en ég hvolfi henni svo yfir á fallegan disk.

Svo er bara að bera þessa dásemd fram og ekki sakar að fá sér eitt staup af púrtvíni með. Það er svo smekksatriði hvort þið viljið bera fram með þessu þeyttan rjóma eða ís.

Njótið! 

Það er ekkert að því að henda í eina sjóðheita …
Það er ekkert að því að henda í eina sjóðheita hvolfböku yfir hátíðirnar. mbl.is/ Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Eirný elskar osta og er gangandi alfræðibók um allt sem …
Eirný elskar osta og er gangandi alfræðibók um allt sem hægt er að kalla ost. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert