Skárra að skála með tómu glasi en að skála ekki

Það er til siðs að skála á mannamótum og við …
Það er til siðs að skála á mannamótum og við hátíðleg tilefni. Eggert Jóhannesson

Albert Eiríksson fer yfir hvernig skuli skála á sem smartastan máta í nýjasta pistli sínum á Alberteldar.com enda eru mörg matarboð, jólaboð og partý framundan hjá flestum landsmönnum og því tilvalið að dusta rykið af borðsiðunum.

Albert er leggur smekklega á borð fyrir hátíðirnar og burstar …
Albert er leggur smekklega á borð fyrir hátíðirnar og burstar rykið af borsiðunum. Eggert Jóhannesson

„Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann,“ segir Albert með kurteisina að vopni.

  • Þegar gestir koma í matarboð og byrjað er á því að skála, er ágæt þumalputtaregla að sú stund taki ekki nema 30 mín., þar til sest er að borðum. Veislustjóri eða gestgjafar stjórna þarna för.
  • Ágætt er að gæta þess að klára ekki alveg úr glasinu. Það getur verið svolítið vandræðalegt að skála með tómt glas. Þó er skárra að lyfta tómu glasi en lyfta því alls ekki.
  • Þegar búið er að segja skál og lyfta glasinu, dreypum við á drykknum. Það getur orðið neyðarlegt þegar sá sem segir skál, drekkur hana ekki, heldur teygir lopann með áframhaldandi spjalli, því að þá veit enginn hvenær á að dreypa á.
  • Svo þarf einnig að passa að skála ekki út í eitt – það getur verið þreytandi að skála fyrir öllu mögulegu heilt matarboð. Almenna reglan er að gestgjafiinn hefur frumkvæði að fyrstu skálun.

Hér má sjá fleiri pistla Alberts um borðsiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert