KFC kynnir fingrasmokka

Fingrahlífin sem KFC í Japan hefur kynnt til leiks er …
Fingrahlífin sem KFC í Japan hefur kynnt til leiks er ætlað að gera viðskiptavinum kleift að borða kjúkling og nota snjallsíma án þess að sóða símann út. KFC Japan

Skyndibitakeðjan KFC verður að teljast ansi flippuð og nýjungagjörn. Fyrr á árinu kynnti KFC í Hong Kong naglalakk með kjúklingabragði sem unnendur KFC gátu sleikt af fingrum sér þegar þörfin fyrir kjúkling var að fara með þá. Nú er það hins vegar fingraþurrkan (fingernapkin) sem fyrirtækið hefur kynnt til leiks í Japan og hefur verið innleidd á 222 KFC-stöðum í Japan samkvæmt fréttasíðunni Rocketnews. Plasthlífarnar hafa fengið nafnið fingrasmokkar á samfélagsmiðlum og virðast notendur hafa gaman af nýjunginni.

KFC Japan sendi út frétttilkynningu þar sem fingraplastið undarlega er kynnt sem nýjung til að gera viðskiptavinum kleift að borða og nota snjallsíma sína um leið án þess að sóða þá út. Viðskiptavinir notuðu gjarnan servéttur til að halda utan um kjúklinginn en pappírinn varð fljótt gegnsósa af fitu og er ætlunin að leysa það vandamál.

Hugmyndin er að viðskiptavinir noti fingrahlífarnar á þá fingur sem notaðir eru til að borða fitugan matinn, það er að segja vísifingur og þumalfingur. Þykja hlífarnar smekklegri en að nota heilan hanska. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér að þar sem slagorð KFC er „finger lickin’ good“ hvort viðskiptavinir eigi núna að sleikja plasthlífarnar?

Kjúklinganaglalakkið sem KFC Japan seldi um tíma.
Kjúklinganaglalakkið sem KFC Japan seldi um tíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert