Þrívíddarprentari prentar „selfies“ á kaffi

George Michael var prentaður á bolla í dag til minningar …
George Michael var prentaður á bolla í dag til minningar um eitt mesta tónlistargoð heims. coffeeripples.com

Það er alltaf jafn gaman að fá lítið listaverk í kaffibollan sinn á kaffihúsum. Hvort sem það er hjarta, andlit eða sól þá gerir það kaffihúsaheimsóknina mun persónulegri.
Hvað fyndist þér um ef þú gætir látið prenta í froðuna þína nánast hvað sem er? Til dæmis sjálfsmynd? 

Prentarinn er nokkuð lítill og nettur.
Prentarinn er nokkuð lítill og nettur. coffeeripples.com

The Ripple Maker er prentvél sem prentar mynd úr kaffi ofan á mjólkurfroðuna í kaffibollanum þínum. Vélin notar þrívíddartækni til að prenta myndir úr kaffinu en með smáforriti (appi) geta notendur hlaðið inn myndum til að senda á prentarann. Afraksturinn er vægast sagt hárnákvæmur en vissulega mun minna persónulegur en þegar kaffibarþjónn gerir listaverkið sjálfur.

Sem stendur er prentarinn eingöngu fáanlegur í Bandaríkjunum og Kanada en það verður spennandi að sjá hvort íslensk kaffihús munu taka upp þívíddarprentun á kaffi. 

Smelltu hér til að sjá Instagram reikning Ripples og ótrúlegar kaffimyndir.

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook er einn af mörgum sem hefur …
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook er einn af mörgum sem hefur verið prentaður á kaffibolla. coffeeripples.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert