Freyðivínsperur Alberts

Þessar perur eru ferskar og soðnar í freyðivíni. Þær gjörsamlega …
Þessar perur eru ferskar og soðnar í freyðivíni. Þær gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Eggert Jóhannesson
„Margir eiga minningar tengdar niðursoðnum perum úr dós, einu sinni þóttu manni þær stórfínar og eftirsóknarverðar. Jú perutertan góða stendur alltaf fyrir sínu. Þessar perur eru ferskar og soðnar í freyðivíni. Þær gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Einfaldur eftirréttur sem öllum mun líka - klárlega áramótaeftirrétturinn í ár,“ segir Albert Eiríksson kátur í bragði og komin á fullt í að undirbúa áramótin.
Albert er í miklu stuði og töfrar fram áramótaeftirrétti eins …
Albert er í miklu stuði og töfrar fram áramótaeftirrétti eins og ekkert sé. Styrmir Kári

Perur soðnar í freyðivíni

5-7 ferskar perur
1 flaska freyðivín (ég notaði Jacob´s Creek)
1/2 bolli sykur
1 msk hunang
1 tsk kanill
1 tsk kardimommur
1/2 tsk salt

Afhýðið perurnar og setjið í pott. Bætið fyrir freyðivíni, sykri, hunangi, kanil, kardimommum og salti. Ef ekki flýtur yfir perurnar bætið þá við vatni.
Sjóðið í 25-30 mín.

Takið perurnar uppúr. Sjóðið safann niður þannig að um bolli verði eftir í pottinum.
Hellið sósunni á disk, setjið peruna ofan á og berið fram með þeyttum rjóma.

Fallegur og ferskur eftirréttur með áramótalegu ívafi.
Fallegur og ferskur eftirréttur með áramótalegu ívafi. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert