Hægelduð nautalund og tilbúin Bearnaise

Hægelduð nautasteik er fullkomin á hátíðarborðið.
Hægelduð nautasteik er fullkomin á hátíðarborðið. eldhusogur.com

Dröfn matarbloggar á eldhussogur.com gerir upp árið í skemmtilegri færslu á blogginu sínu. Þar fer hún yfir flutninga fjölskyldunnar, nýja fallega eldhúsið sem þau útbjuggu og síðast en ekki síst hægeldaða nautasteik. Með steikinni mælir Dröfn með sætum Hasselback-kartöflum en þær eru matreiddar eins og venjulega Hasselback-kartöflur. 

Nýja eldhúsið hjá fjölskyldunni er stór glæsilegt og draumur hvers …
Nýja eldhúsið hjá fjölskyldunni er stór glæsilegt og draumur hvers kokks. eldhusogur.is
Draumaeldhúsið varð að veruleika hjá Dröfn á árinu.
Draumaeldhúsið varð að veruleika hjá Dröfn á árinu. eldhusogur.is

„Mér finnst bearnaise-sósa ómissandi með nautalundinni og er með góða uppskrift að henni hér. Ég skal hins vegar líka benda ykkur á frábæra og einfalda leið til þess að verða ykkur út um góða bearnaise-sósu til að einfalda lífið. Bestu tilbúnu bernaisesósurnar fást hjá Hamborgarabúllunni og í Seljakjör á Seljabraut (sósa sem þau búa til sjálf), mæli með þeim!“

Dásamleg nautasteik með öllu tilheyrandi að hætti Drafnar,
Dásamleg nautasteik með öllu tilheyrandi að hætti Drafnar, eldhusogur.com

Hægelduð nautalund (f. ca. 4)

  • 1 kíló nautalund
  • 1-2 msk smjör
  • 1 msk ólífuolía
  • salt & nýmalaður svartur pipar
  • plastfilma

Ef nautalundin er frosin þá er hún látið þiðna í ísskáp í einn til tvo sólarhringa. Nokkrum tímum áður en kjötið er eldað er það tekið úr ísskáp, snyrt við þörfum og látið ná stofuhita.

Bakarofn hitaður í 60 gráður við undir- og yfirhita.  1 msk ólífuolía og 1 msk smjör er sett á pönnu og látið hitna vel. Þá er kjötið kryddað með pipar og steikt við háan hita í ca. 2 mínútur á öllum hliðum.

Því næst er það látið kólna í um það bil 5-10 mínútur. Bakarofn hitaður í 60 gráður við undir- og yfirhita. Nú er kjötinu vafið þétt inn í plastfilmu nokkra vafninga. Kjötmæli er stungið í kjötið (í gegnum plastið) og það sett inn í 60 gráðu heitan ofn í um það bil 3 ½ – 4 tíma eða þar til kjarnhiti kjötsins hefur náð 60 gráðum. 

Þá er það tekið út úr ofninum, plastið tekið af og kjötið steikt örstutta stund upp úr smjöri og ólífuolíu á heitri pönnu á öllum hliðum, kryddað með salti og meiri pipar ef með þarf.

Að lokum er kjötið látið hvíla undir álpappír í minnst 15 mínútur áður en það er skorið niður. Óhætt er að láta kjötið bíða upp undir klukkustund undir álpappír og handklæði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert