Vatnsmelónu og spínat súpersalat

Girnilegt súparsalat með melónu, avócadó, kínóa, mintu og melónu.
Girnilegt súparsalat með melónu, avócadó, kínóa, mintu og melónu. bbcgoodfood.com

Inn á milli hátíðarmáltíðanna er gott að fá létt og hreinsandi salat. Þetta salat hentar líka vel sem meðlæti er ferskur forréttur. Ég myndi ekki hata að fá mér kampavín með þessu salati en þá er það kannski ekki beint hreinsandi. Uppskriftin kemur síðunni BBC Goodfood sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum.

100 g kínóa
2 msk graskersfræ
1/2 lítil vatnsmelóna, fræhreinsuð og skorin í teninga 
80 g smágert spínat
1 avókadó, vel þroskað
1/2 pakki fersk minta, söxuð 
50 g fetaostur í heilu, mulinn niður 
1 box spírur að eigin vali 
Safi úr einni límónu 

Sjálf myndi ég bæta við granateplakjörnum - því ég er með æði fyrir þeim í augnablikinu.

Skolið kínóað. 
Setjið það á pönnu ásamt 200 ml af vatni og látið malla á miðlungs hita í um 15 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt og vatnið er horfið. 
Ekki hafa áhyggjur þó eitthvað festist við botninn. Setjið kínóað í skál og hrærið aðeins í því með gafli til að koma í veg fyrir að það loði mikið saman.
Setjið til hliðar og kælið.
Ristið graskersfræin á pönnu í um eina mínútu eða þar til þau fara að hoppa.
Skolið spínatið og setjið í skál ásamt melónunni, avókadóinu, mintunni og fetaostinum.
Myljið fetaostinn yfir.
Kreistið límónusafann yfir og toppið með spírum - og granateplum ef það á að flippa smá!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert