Vegan lífstíll í janúar

Grænmetisfæði þarf ekki að vera annað en stórkostlegt! Þessi dásamlega …
Grænmetisfæði þarf ekki að vera annað en stórkostlegt! Þessi dásamlega flatbaka ef frá mæðgunum Sollu og Hildi. http://www.maedgurnar.is/

Samtök grænmetisætna á Íslandi skora á landann að prófa vegan í janúar – veganúar eins og það er kallað á vefsíðunni www.veganuar.is. Fyrir dýrin, heilsuna og umhverfið eins og þar stendur, enda er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti veganfæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Vegan eða veganismi er lífsháttur þar sem leitast er við að útiloka og forðast — eftir fremsta megni — hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu.

Veganúar er tilvalin tími til að fá börnin til að …
Veganúar er tilvalin tími til að fá börnin til að borða meira grænmeti. http://www.islenskt.is/

Á vefsíðunni segir að veganismi sé stærsta réttlætisbaráttuhreyfing í heiminum. Ennfremur að margar og fjölbreyttar ástæður séu fyrir því að fólk gerist vegan. Fyrir flesta sé dýravernd aðalhvatinn, suma langi til að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina, aðrir sæki í áskorunina en margir noti veganúar sem áramótaheit og líti á janúar sem heilsusamlega byrjun á árinu. Skorað er á fólk að gerast vegan í mánuð og upplifa nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan.

Áhugasamir um vegan lífstíl geta skoðað hugmyndir að spennandi máltíðum, en á síðunni eru þrjú ólík matarplön með uppskriftum að máltíðum vikunnar. Einnig er þar listi yfir vegan vörur og veitingar sem bjóðast hér á landi.

Á Facebook er umræðuhópur um veganisma á Íslandi, Vegan Ísland, og eru allir sem áhuga hafa á að gerast vegan velkomnir í hópinn.

Kl. 20 - 21, miðvikudaginn 4. janúar, verður kynningarfundur Veganúar 2017 í Bíó Paradís fyrir þá sem vilja prófa vegan lífsstíl í janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert