Nýjar íslenskar hrátertur komnar í sölu

Pina colada-tertan inniheldur aðeins heilnæm og lífræn innihaldsefni og er …
Pina colada-tertan inniheldur aðeins heilnæm og lífræn innihaldsefni og er kærkomin nýjung á kökumarkaðinn. Alberteldar.com

Frumkvöðullinn Karen Jónsdóttir, oft kennd við Matarbúrið Kaju, hefur hafið sölu á hrátertum sem hafa notið mikilla vinsælda á kaffihúsi hennar á Akranesi. „Í sumar komu góðir gestir á kaffihúsið, þeim líkaði kökurnar það vel að þá langaði helst að að geta tekið með heim, þar í raun kviknaði hugmyndin að því að framleiða og selja í smásölu. Því var ákveðið að sækja um styrk hjá Uppbyggingarsjóði sveitarfélaga á Vesturlandi og þegar sá styrkur var í höfn var ekki aftur snúið,“ segir Karen en terturnar eru framleiddar á Café Kaja á Akranesi. Kaffihúsið fékk nú á dögunum lífræna vottun frá Túni og í framhaldi af því var hægt að hefja framleiðsluna. „Uppskriftirnar koma héðan og þaðan en allar eru þær aðlagaðar þeim kröfum sem Kaja gerir, það er að segja lífrænt vottuð hráefni, hollusta og að halda viðbættum sykri í lágmarki. Þær verða þó að sjálfsögðu að vera dásamlega bragðgóðar. Að auki eru terturnar allar glúteinlausar, vegan og RAW.“

Karen er mikill heilsuunnandi og flytur inn mikið af lífrænum …
Karen er mikill heilsuunnandi og flytur inn mikið af lífrænum hráefnum og selur meðal annars íslenskt lífrænt pasta. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í dag eru fjórar tegundir komnar í verslanir. Pina colada-, appelsínusúkkulaði-, súkkulaðimús- og Espresso-terta. Terturnar fást meðal annars í Matarbúri Kaju, Óðinsgötu, og segir Karen móttökurnar hafa verið stórgóðar og það sé nokkuð ljóst að landsmenn taki fagnanadi á móti hollari tertum.

Uppskriftin að pina colada-tertunni rataði inn á bloggið hjá Alberti síðasta sumar svo hún fær að fljóta hér með. Albert gaf tertunni toppmeðmæli.

Pina colada-hrákaka

Botn
1 b heslihnetur
1 b sólblómafræ
1 b léttristaðar kókosflögur
1/8 tsk. salt – fleur de sel
20 döðlur mjúkar

Allt sett saman í blender eða matvinnsluvél, þar til það helst saman. Þrýst niður í form, geymið í frysti á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling
3 b kasjúhnetur lagðar í bleyti í 2 klst.
1/2 b agave-síróp
1/2 b pálmasykur
3 b kókoskjöt, má vera kókosflögur
1 b kókosvatn
1 1/2 b kókosolía VIGEAN, verður að vera bragðmikil olía brædd í vatnsbaði
2 b ananas

Kasjuhnetur, síróp, sykur, kókos og kókosvatn sett í blender og maukað þar til það er silkimjúkt. Bætið kókosolíu út i. Skiptið fyllingu í tvennt. Setjið helming í blender og bætið ananas út í. Maukið áfram.
Síðan er þessum 2 fyllingum smurt á botninn til skiptis og reynt að mynda mynstur.  Sett í ísskáp yfir nótt áður en hún er skreytt.

Ofan á:
3 döðlur
50 g ananas
Setjið í blender og maukið.

Skreyting:
Kókosflögur, ananasbitar og ananasmaukið.

Þessi passar í ca 24 cm form, má alveg vera minna þá verður kakan bara hærri og flottari og að sjálfsögðu nota ég eingöngu lífrænt.

Espresso-tertan inniheldur 36% valhnetur, banana- og döðlubita, espresso-kaffi, heslihnetur 70% …
Espresso-tertan inniheldur 36% valhnetur, banana- og döðlubita, espresso-kaffi, heslihnetur 70% súkkulaði, hlynsíróp, chiafræ og vanilludropa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert