Græn áramótaheit sem spara peninga

Fjölnotainnkaupapokar eru góð leið til að fara betur með umhverfið …
Fjölnotainnkaupapokar eru góð leið til að fara betur með umhverfið og budduna. Slíkir pokar fást víða. Þessir pokar kallast Baggu og fást í Heilsuhúsinu.

Linda Björk Ingimarsdóttir matarbloggari strengdi áramótaheit um áramótin 2016 um að hætta að nota plastpoka við innkaup sín. Nú ári seinna er hún enn laus við plastpoka. „Síðustu áramót ákvað ég að hætta að nota plastpoka til að minnka plastnotkun á heimilinu. Þetta er þó bara byrjunin. Ég hef sparað með þessu um 8.500 krónur síðastliðið ár fyrir utan umhverfisáhrifin. Þá upphæð ætla ég að að gefa til góðgerðarmála. Þetta er áramótaheit sem ég stóð við,“ segir Linda ánægð með minni plastpokanotkun á heimilinu.

Linda Björk ætlar að minnka matarsóun á heimilinu árið 2017 …
Linda Björk ætlar að minnka matarsóun á heimilinu árið 2017 og flokka sorpið betur. mbl.is/Ofeigur Lydsson

„Þetta var í raun auðveldara en ég hélt. Ég er alltaf með fjölnota poka í veskinu og nota þá þegar ég versla. Plastpokarnir sem ég hef yfirleitt keypt eru til styrktar einhverju góðgerðarmálefni, ég vildi gera það líka og fór að reikna út sparnaðinn og set upphæðina í bauk.“ Linda segist alltaf setja fjölnotapokana aftur í töskuna sína um leið og hún hefur gengið frá vörunum. Það sé nú orðið vani og það fari lítið sem ekkert fyrir pokunum.
Gunnsteinn sonur minn vill banna mikla plastnotkun en hann var að læra svo mikið um þetta í skólanum og kom mér af stað í þetta,“ segir Linda sem er sjálf kennari og er mjög meðvituð um að ala upp umhverfisvænar neysluvenjur hjá börnum.

„Nýja áramótaheitið er að flokka sorpið betur og minnka matarsóun. Ég var því að kaupa fötur sem ég þarf ekki að setja poka í til að flokka plast og pappír. Til að sporna gegn matarsóun ætla ég svo að gera vikulegan innkaupalista eftir að ég hef tekið til í kælinum og versla þannig markvissara inn,“ segir Linda, alsæl með grænt og gott áramótaheit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert