Morgunverður ofurkroppsins

Anna Eiríksdóttir er sannkölluð rokkstjarna í æfingasalnum.
Anna Eiríksdóttir er sannkölluð rokkstjarna í æfingasalnum. Árni Sæberg

Anna Eiríksdóttir er einn vinsælasti leikfimiskennari landsins. Hún hefur kennt í Hreyfingu um árabil en slegist er um að komast í tíma hjá henni. Dagskráin hjá Önnu er þéttskipuð svo hún leggur mikið upp úr staðgóðum morgunverði til að fá orku fyrir fyrstu æfingu dagsins. Þegar verið er að koma fjölskyldunni af stað á morgnana þarf morgunmaturinn því að vera fljótlegur en meinhollur. Hér koma tvær uppskriftir að uppáhaldsmorgunverði Önnu.

Smelltu hér til að fylgjast með Önnu á Instagram. 

Anna heldur mikið upp á Grænu bombuna.
Anna heldur mikið upp á Grænu bombuna. Árni Sæberg

Græna bomban

1 dl ferskur appelsínusafi
2 dl frosið mangó
1 væn lúka spínat
1 banani
smá bútur engifer (má sleppa)

Allt sett í blandara og hrært vel saman – út kemur dúndurhollur og góður drykkur.

Anna toppar hafragrautinn gjarnan með berjum, frosnum eða ferskum.
Anna toppar hafragrautinn gjarnan með berjum, frosnum eða ferskum. Árni Sæberg

Einfaldur og hollur hafragrautur

1 dl tröllahafrar frá Himneskri hollustu
2 dl vanillumjólk (eða möndlumjólk)
1 msk. chiafræ
(1 msk. vanilluprótein frá NOW, má sleppa)

Bláber/jarðarber/hindber eða bara þau ber sem þér finnst best á toppinn

Set í örbylgjuofninn í 2 1/2 mín, hræri svo próteininu saman við, set berin ofan á og tek með mér í nesti í vinnuna. Stundum nota ég frosin hindber og bláber sem er mjög gott líka. Einfalt og hollt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert