Matartískan 2017 - Heimsendur matur með dróna

Pítsan komst til kaupanda í fullkomnu ásigkomulagi og hraðar en …
Pítsan komst til kaupanda í fullkomnu ásigkomulagi og hraðar en með hefðbundnum hætti. youtube.com

Inga Rún Sigurðardóttir, blaðakona Sunnudagsblaðsins, tók saman áætlað trend í matartískunni 2017. Hér kemur ein slík spá en við munum birta fleiri mola um matartískuna 2017 á matarvefnum á komandi dögum. Listann má sjá í heild sinni í Sunnudagsblaðinu sem kom út í gær. 

Árið 2017 verður ef til vill árið sem drónar fara að afhenda matarpantanir í meiri mæli. Domino's sendi pitsu heim með þessum hætti á Nýja-Sjálandi á síðasta ári. Fleiri fyrirtæki eru að prufukeyra drónaafhendingar þannig að það styttist kannski í það að sushi og grænn safi berist með dróna heim að dyrum? Flugumferðarreglur hamla þó þessari þróun að einhverju leyti.

Hér að neðan má sjá myndband um áhrifaríka prufu-heimsendingu í Bretlandi og á Nýja-Sjálandi með dróna en pitsan komst til kaupanda í fullkomnu ásigkomulagi og hraðar en með hefðbundnum hætti.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert