Hreinn örbylgjuofn á 10 mínútum

Hreinn örbylgjuofn á aðeins 10 mínútum!
Hreinn örbylgjuofn á aðeins 10 mínútum! www.thekitchn.com

Þetta gamla góða ráð nota ég alltaf til að þrífa örbylgjuofninn. Öbbinn eins og ég kalla hann er kannski ekki í mikilli notkun en hann þarf vissulega að þrífa reglulega. Engin kemísk efni bara vatn og sítróna – sem er einnig mjög hreinsandi fyrir kroppinn sé það drukkið – þ.e.a.s. soðið vatn með sítrónu! Ég myndi þó ekki nota sama vatnið og ég nota til að þrífa örbylgjuofninn heldur sjóða það í potti eða hraðsuðukatli.

  1. Skerið sítrónu í báta, kreistið ofan í skál eða könnu og látið bátana með. Því næst fer ílátið í miðjan ofninn.
  2. Stillið örbylgjuofninn á 5 mínútur og látið ganga uns vatnið fer að sjóða.
  3. Stoppið ofninn en ekki opna. Látið gufuna vinna í um 5 mín.
  4. Fjarlægið diskinn úr örbylgjuofninum og þrífið hann sér.
  5. Nú er ofninn blautur að innan og það er því auðvelt að strjúka innan úr honum og flest óhreinindi eiga að renna af. 
  6. Ef einhverjir blettir eru erfiðir má vel nota matarsóda til að nudda á burt en varist að ef flöturinn er glansandi getur matarsódinn gert hann mattan.

Ilmandi hreinn örbylgjuofn án mikillar fyrirhafnar.

Sítrónusafi vinnur bug á vondri lykt og því er sniðugt …
Sítrónusafi vinnur bug á vondri lykt og því er sniðugt að nota hann við þrif. www.thekitchn.com
www.thekitchn.com
www.thekitchn.com
www.thekitchn.com
www.thekitchn.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert