Fimm hiteinga núðlur Alberts

Meinhollar kelp-núðlur en þær innihalda afar lítið af hitaeiningum.
Meinhollar kelp-núðlur en þær innihalda afar lítið af hitaeiningum. Eggert Jóhannesson

„Kelp er þarategund, eins konar grænmeti úr sjó, sem inniheldur mikið af joði, kalíum, járni og kalki. Í 100 g af kelp eru aðeins FIMM HITAEININGAR og eitt gramm af kolvetnum,“ segir Albert Eiríksson okkur en hann þreytist seint á því að kynna sér ný hráefni.

Svona líta núðlurnar út en þær fást víða.
Svona líta núðlurnar út en þær fást víða.

Kelp-núðlur með pestó og spergilkáli
1 pk. kelp-núðlur
1/2 spergilkálshöfuð
1/2 blómkálshöfuð
1 1/2 dl fræ og hnetur
1 dl pestó, hellt yfir og öllu blandað saman

Skerið blómkál og spergilkál í munnstóra bita, setjið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir, hellið vatninu af eftir 2 mín.
Leggið kelpnúðlur í bleyti í 20 mín og kreystið vatnið úr þeim.
Setjið í skál með grænmetinu þurrristið fræ og hnetur á pönnu

Pestó:
hnefafylli af steinselju (ca. einn poki)
1 dl ristaðar möndlur
1-2 msk. hampfræ
1 búnt ferskt basil
1 hvítlauksrif
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. salt, smá chilli 1/2 dl ólífuolía

Allt sett í matvinnsluvélina nema ólífuolían og blandað saman, ólífuolíunni hellt út í á meðan vélin er í gangi og klárað að blanda. Blandið öllu saman og látið standa í ca. klst. áður en borið er á borð.

Albert Eiríksson er meistari mikill.
Albert Eiríksson er meistari mikill. Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert