Nýr íslenskur matarsnappari slær í gegn

Rögnvaldur Þorgrímsson er 22 ára snappari sem vakti mikla athygli í desember með óhefðbundnu jóladagatali sínu sem gekk út á að elda nýja uppskrift alla daga í desember. Dagatalið gekk svo vel að hann bætti við sig 5000 fylgjendum en reyndar 5 kílóum líka sem hann kann þó ekkert illa við. Í janúar gerði Rögnvaldur svo desember upp í ansi frumlegu myndbandi sem má sjá hér að ofan. Rögnvaldur er algjörlega heillaður af matreiðslu og stefnir á nám í hinum heimsfræga Gordon Bleu en hann er óhræddur við nýjungar, má sem dæmi nefna skötupitsu með truffluolíusveppum sem hann skellti á borðið í desember. 

„Ég hef starfað í kringum fisk frá því að ég var lítill strákur og hef alltaf haft brennandi áhuga á að matreiða allar þær fisktegundir sem ég hef séð. Mér finnst gaman að spá í bragðið á bak við hverja fisktegund og skoða hvaða meðlæti hentar með. Annars hafa áhugamálin mín verið frekar „skrítin“, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fuglum og fiskum. Á meðan vinir mínir spiluðu Counter-strike var ég úti í fuglaskoðun, og þess má geta að ég á fuglaeggjasafn sem telur 38 tegundir,“ segir Rögnvaldur sem gengur undir nafninu Fiskurinn á Snapchat. Snapparinn frumlegi hefur starfað við fiskvinnslu í fjölda ára svo hann þekkir hráefnið vel.

„Hugmyndin vatt heldur betur upp á sig, ætlunin var að …
„Hugmyndin vatt heldur betur upp á sig, ætlunin var að elda alla daga frá 1. desember fram að 24. des. og birta allt ferlið, hvert kvöld fyrir sig á snapchat reikningi mínum „fiskurinn“. Á þessum rúma mánuði sem ég hef verið með opið Snapchat hafa yfir 5.000 fylgjendur bæst í hópinn.“

Skötupítsa og matargúru 

„Ég var mest að elda fisk í jóladagatalinu enda hef ég greiðan aðgang að honum og er með augun opin fyrir besta hráefninu hverju sinni, bæði í gegnum Fiskikónginn og aðra aðila í þeim geira.  Mér finnst skemmtilegast að tengja íslenskan fisk við íslenskt hráefni enda hef ég ákveðið blæti fyrir því að ná í mín hráefni annars staðar en í næstu búð,“ segir Fiskurinn en hann er ansi nýjungargjarn. 

„Ég er mikið fyrir ný tromp og vil helst gera eitthvað nýtt, elska íslenskar jurtir og vil nota þær eins mikið og ég get, en annars er tvíbakaða peran mín sá réttur sem mér þykir vænst um, og svo vakti skötupítsan mjög mikla athygli á snappinu líka,“ segir kokkurinn knái en fjölskylda og vinir fengu að njóta afraksturs eldamennskunnar. 

„Fjölskyldan mín hefur iðulega fengið að vera með enda var desemberáskorunin mín svolítil hvatning frá mömmu og pabba, því þau kjósa mig yfirleitt sem kokk heimilisins.“  Aron Már Ólafsson Snapchat-stjarna eða AronMola eins og hann kallar sig á Snapchat kynnti Rögnvald fyrir Snapchat-forminu sem á ákaflega vel við tilraunareldamennsku hans. „Aron var mikið með mér í jóladagatalinu, síðan má ekki gleyma Konráði Loga matargagnrýnanda sem vakti mikla lukku með einkunnagjöfinni sinni, alveg ósvífinn fantur,“ bætir hann við það má sjá hinum ýmsu matargúrum bregða fyrir á snappi Fisksins. „Rúnar Marvinsson listamaður og stjörnukokkur með meiru hefur veitt mér innblástur og eldað með mér, Snorri Björnsson kom í mat, Nökkvi Fjalar ásamt afa sínum og alls konar ungir frumkvöðlar sem hafa áhuga á eldamennsku, síðan er Kristján Berg Fiskikóngur alltaf innan handar enda algjör meistari!“

Fékk eldhúsið eftir klukkan 8 og þyngdist um 5 kíló

„Mamma og pabbi létu mér eftir eldhúsið nokkrum sinnum í viku eftir klukkan 8. Þá fór ég og sótti mér hráefnið og snappaði það og síðan komu vinirnir, ég kallaði þá gestakokka, margir stóðu undir nafni og gott betur en aðrir með allt niðrum sig,“ segir Fiskurinn en hann viðurkennir að hafa bætt vel á sig í desember enda hafi hann nánast ekki farið úr eldhúsinu. „Já, ég var reyndar búinn að vinna fyrir desembermánuðinum en engu að síður breytti ég „bitmojíinum“ mínum yfir í feitan á þessum tíma. Þetta eru svona fimm kíló en ég kann ekkert illa við þau. Ég fer svo út í hollari sálma núna í janúar.“

Spurður um hvort allir réttirnir hafi bragðast vel kemur hik á Fiskinn. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að allt væri jafngott, en ég var alltaf frekar stressaður með að eitthvað myndi mistakast. Skötupizzan er án efa algjört tromp og ný vídd í að láta matvanda borða skötu.  Ég vinn mikið með íslenska sveppi en notaði svo ítalska truffluolíu til að peppa sveppina okkar upp, smá húh! í matargerðina!

Spurður um hvernig hann ætli sér að fylgja eftir vinsældum desemberátaksins segir kokkurinn knái að hann sé með háleit markmið.  „Ég er ekki með matarblogg en hef fengið margar fyrirspurnir um það, en ég er að búa til youtube channel þessa dagana, þar sem ég mun ferðast á milli staða og kynna mér mat héðan og þaðan, hérlendis og erlendis!
Svo ætla ég mér að stækka við mig og gera þetta að algjörum lífstíl, langar að fara í Gordon Bleu gráðuna en það kostar peninga, og síðan hef ég brennandi áhuga á ostrum og stefni á að fara og læra listina um ostrur á næstu mánuðum í Kanada, “segir Rögnvaldur upprennandi stjörnukokkur og ítrekar að lokum mikilvægi þess að henda ekki mat. 

„Mér finns æðislegt að nota það sem mamma kaupir en notar kannski ekki til fulls og græja það í mína rétti.  En mér finnst mikilvægt að hvetja fólk til að nýta matinn betur, nota íslensk hráefni og gera gott úr því sem er til á heimilinu hverju sinni.  Áfram gakk og höldum áfram að þróa matinn okkar og gera gott úr því sem við höfum!„

Attachment: "Fiskurinn" nr. 10128

Nafnið Fiskurinn kom þegar Snapchat var að komast í tísku …
Nafnið Fiskurinn kom þegar Snapchat var að komast í tísku fyrir sirka 3 árum. Ég var að sýna vinum mínum í Reykjavík hvað ég var að fást við í fiskvinnu í Þorlákshöfn, flaka, pakka og verka fisk sem er frekar frábrugðið því sem þeir voru að fást við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert