Skotfljótur skötuselur lífefnafræðingsins

Linda Ben er mikill fagurkeri. Hún deilir fallegum bakstri og …
Linda Ben er mikill fagurkeri. Hún deilir fallegum bakstri og fljótlegum uppskriftum á bloggsíðu sinni. Linda Ben

„Á blogginu mínu legg mikið upp úr því að taka fallegar myndir af gómsætum kökum og mat sem er oft og tíðum mjög einfaldur og fljótlegur,“ segir Linda Benediktsdóttir matarbloggari á lindaben.is. Linda er menntaður lífefnafræðingur frá Háskóla Ísland og er sérlegur snillingur í makkarónubakstri.

„Ég geri allt frá ofureinföldum réttum til hinna metnaðarfullu frönsku makkaróna. Hægt er að kaupa franskar makkarónur sem ég framleiði sjálf inni á síðunni minni makkaronur.is. Ég legg mikið upp úr persónulegri þjónustu þar sem hægt er að blanda saman litum og bragðtegundum. Einnig er hægt að leigja æðislega fallegan makkarónustand sem prýðir stórkostlega vel í hvaða veislum sem er. Hvort sem það eru veislur eða kósý kvöld heima með nánustu þá eiga makkarónur alltaf vel við,“ segir Linda en bragðtegundirnar sem hún býður upp á eru ævintýralega girnilegar.

Áhugasamir geta fylgst með litríkum afrekum Lindu á Snapchat: lindabenedikts eða á Instagram með því að smella hér.

Fljótlegur og hollur fiskréttur úr aðeins 8 innihaldsefnum.
Fljótlegur og hollur fiskréttur úr aðeins 8 innihaldsefnum. Linda Ben

Þennan einfalda fiskrétt er mjög fljótlegt að útbúa. Hann inniheldur aðeins 8 innihaldsefni sem eiga það sameiginlegt að vera yfirleitt til í skápunum í eldhúsinu. Það er því lítið mál að útbúa þennan holla og bragðgóða fiskrétt með lítilli fyrirhöfn. Mér finnst skötuselur mjög góður og því valdi ég að nota hann, en endilega prófið þessa uppskrift með öðrum fiskitegundum, það er alveg örugglega jafngott! 

  • 400 g skötuselur
  • 2 tsk. cumin-fræ
  • 2 tsk. timjan
  • salt og pipar
  • ólífuolía
  • 200 g spínat
  • ½ krukka fetaostur, með olíunni
  • börkur af ½ sítrónu

Aðferð:

  1. Merjið cumin-fræin, timjanið, gróft sjávarsalt og pipar saman í morteli, setjið yfir skötuselsflökin.
  2. Hitið pönnu og setjið olíu á pönnuna.
  3. Setjið vatn og 1 tsk. salt í stóran pott og sjóðið.
  4. Steikið skötuselsflökin á pönnunni á miðlungshita í 3-4 mín. á hvorri hlið (tími fer eftir hversu stór flökin eru).
  5. Setjið spínatið út í sjóðandi saltvatnið og sjóðið það í 3 mín. Sigtið spínatið frá, leggið það á eldhúspappír og þurrkið sem mest af vatninu.
  6. Setjið spínatið á stóran disk, setjið fiskinn ofan á og svo fetaostinn.
Gullfallegar makkarónur sem Linda bakaði.
Gullfallegar makkarónur sem Linda bakaði. Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert