Saltkaramellubombur í hollari kantinum

Matarmyndir frá Lindu.
Matarmyndir frá Lindu. Árni Sæberg

Linda Björk matargúrúið okkar góða fer hér hamförum í að búa til heilnæmt góðgæti sem seður sykurpúkann en veitir einnig góða orku og næringu.

„Þessir dásamlegu molar eru vegan og innihalda hin ýmsu steinefni, trefjar og næringu. Innihaldsefnin eru fá og uppskriftin auðveld. Tilvalið gúmmelaði til að eiga í kæli.“

12 ferskar döðlur, steinhreinsaðar
1/4 bolli hnetur að eigin vali, ég nota oftast pistasíur og kasjúhnetur
1/4 bolli Quinoa puffs, fæst í Nettó
1/4 tsk. gott salt
1 poki síríus konsúm súkkulaðidropar

Hneturnar fara í matvinnsluvél og eru hakkaðar

Setjið döðlur og salt saman við hneturnar og látið blandast vel saman

Hellið Quinoa puffs saman við deigið og blandið saman með sleif

Mótið litlar kúlur og setjið á smjörpappír og kælið

Bræðið súkkulaðið og dýfið svo kúlunum í og setjið aftur á smjörpappírinn og kælið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert