Svona hreinsar Solla kroppinn alla morgna

Solla er snillingur í eldhúsinu.
Solla er snillingur í eldhúsinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, lifir mjög heilsusamlegu lífi. Hún byrjar alla daga á sérlega hreinsandi aðgerðum. „Ég byrja alla morgna á því að fá mér hreinsandi skot,“ segir Solla en þá blandar hún eftirfarandi saman:

3 msk. Gut Shot
1 tsk. engiferskot
10 fljótandi dropar túrmerik frá Omica 

„Þetta er bæði bólgueyðandi og síðan er þetta alveg fullkomið fyrir þarmaflóruna,“ segir Solla en svo heldur ævintýrið áfram. „Síðan fæ ég mér alltaf grænan djús – og eftir það einn expressó með flóaðri möndlu/haframjólk. Þetta er mín fullkomna blanda til að byrja daginn á, ásamt nokkrum vítamínum sem ég tek oftast.“ Solla segist einnig vera algjörlega háð rauðu smoothie-skálinni sem fæst á Gló en hana má einnig gera heima á auðveldan hátt. Smoothie-skálin er fín sem morgunverður eða millimál. Sjá uppskrift hér.

Græni djúsinn hennar Sollu er hreinsandi fyrir kroppinn og sálina.
Græni djúsinn hennar Sollu er hreinsandi fyrir kroppinn og sálina.

Yfirnáttúrulegur grænn djús 

1 vænn hnefi spínat eða grænkál
1/2 agúrka, í bitum
2 sellerístönglar 1
limóna, afhýdd
5 cm biti fersk engiferrót
nokkrir myntustönglar
1 - 2 lífræn epli
3-4 límónulauf
2 dl vatn

Allt sett í blandara og blandað saman. Sigtað í gegnum spírupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi) og drukkið af gleði!

Smoothie-skálin hennar Sollu er guðdómleg.
Smoothie-skálin hennar Sollu er guðdómleg. Mæðgurnar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert