Líklega ekki sami báturinn segir Guðmundur

BLT er afar vinsæl samloka en hún er með beikoni, …
BLT er afar vinsæl samloka en hún er með beikoni, káli og tómötum. Þessi mynd er af heimasíðu Subway og sýnir umrædda samloku í topp standi. Subway.is

„Skammtarnir hjá Subway í Bandaríkjunum eru 20% stærri en í Evrópu. Það er ekkert leyndamál," segir Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Subway á Íslandi varðandi frétt sem birtist í gærkvöldi. Í fréttinni sjást tvær myndir af Subway samlokum. Önnur er tekin á Íslandi en hin í New York en þær eru báðar sagðar vera af gerðinni BLT sem inniheldur meðal annars beikon, kál og tómata. Myndirnar hafa valdið miklu fjaðrafoki á facebook en samlokan keypt hér á landi er mun minni og kostar meira.

„Evrópa er einfaldlega með minni formúlur en USA þar sem Evrópubúar nota minna kjötálegg en Bandaríkjamenn. Það þýðir færri kaloríur og minna af unnum kjötvörum. Hins vegar notum við jafnmikið brauð og grænmeti.“
Myndin af samlokunum tveimur hefur valdið miklu fjaðrafoki.
Myndin af samlokunum tveimur hefur valdið miklu fjaðrafoki. Skjáskot af facebook

„BLT er ekki á matseðlinu hjá Subway í Bandaríkjunum heldur bjóða þeir upp á BMT sem inniheldur þrjár tegundir af kjöti. Auðvitað er hægt að biðja um hvað sem er á samlokuna en mér sýnist þetta vera BMT. Hér er líklega ekki verið að bera saman, sama bátinn," segir Guðmundur. „Ef þetta er sami báturinn þá getur verið munur á hvernig álegginu er raðað á bátinn og myndataka eins og þessi gefur ekki endilega rétta sýn á samsetningu bátsins.  Samlokan frá USA er þverskorin og sýnir því vel innihaldið meðan hin myndin sýnir endann á brauðinu.“

Guðmundur segir Subway á Íslandi leggja mikið upp úr því að hafa hæfilegt magn af áleggi og bátarnir séu með ódýrasta skyndibita á Íslandi. „Subway á Íslandi er einn hagkvæmasti valkostur í skyndibita á landinu.  Það að bera saman verðlagningu á vöru í Bandaríkunum og Íslandi er oft erfið þar sem bæði hráefnisverð og launakostnaður er mun hærra á Íslandi samanborið við USA.“

Guðmundur framskvæmdastjór Subway á Íslandi segir að líklega sé ekki …
Guðmundur framskvæmdastjór Subway á Íslandi segir að líklega sé ekki um sama áleggsval að ræða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert