Leyniuppskriftin úr forsætisráðuneytinu

Ráðherrarnir byrjuðu nýja samstarfið á heilnæmum nótum.
Ráðherrarnir byrjuðu nýja samstarfið á heilnæmum nótum. Eggert Jóhannesson

 „Fólk vill meira grænmeti og ávexti og minna kruðerí. Það er matselja okkar sem hefur útbúið þennan drykk. Þetta er ekki nýtt en kannski meira áberandi á þessari mynd en áður,“ segir Sigurður Már Jónsson upplýsingafulltrúi Forsætisráðaneytisins og vísar í myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók á fyrsta fundi Ríkistjórnarinnar í morgun. Á boðstólnum voru bláber, grænmeti og grænn ofurdrykkur sem vakti mikla athygli lesenda.

Drykkurinn er mjög vinsæll meðal starfsfólks ráðuneytisins en það er matseljan þar á bæ Margrét Sigurbjörnsdóttir sem deilir hér góðfúslega leyniuppskriftinni. 

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar hófst í morgun kl 9:30 með …
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar hófst í morgun kl 9:30 með hollum veitingum. mbl.is/Eggert

Leynibomba Forsætisráðuneytisins

Spínat - (mikið af því)
2 cm engifer
1/2 bolli sellerí
1/2 bolli bláber
1/2 bolli jarðaber
1 epli
1/2 bolli mangó
1 bolli kókosvatn
1  bolli mangó-kókosvatn
Klaki

Hrært vel í góðum blandara

- Afskaplega hressandi og kröftugur drykkur inn í daginn! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert