Hádegisverður Önnu eðalkropps

Anna Eiríksdóttir hugsar vel um heilsuna og vandar valið við …
Anna Eiríksdóttir hugsar vel um heilsuna og vandar valið við hvað hún setur ofan í sig. Sigurgeir Sigurðsson

Anna Eiríksdóttir leikfimikennari hjá Hreyfingu kennir hin vinsælu námskeið Eðalþjálfun en uppselt er á hvert einasta námskeið ár eftir ár. Anna er ekki bara eðalkroppur sjálf heldur er hún ákaflega sjarmerandi og skemmtileg. Það finnst lesendum matarvefjarins líka en uppskriftin að morgunverði Önnu er ein sú mest lesna þessa vikuna. Því birtum við hér hádegisverð Önnu sem er hollur, einfaldur og bragðgóður. Með fylgir uppskrift að laufléttri Acai-skál sem hentar sem morgunmatur, millimál eða eftirréttur!

Fyrir áhugasama má fylgjast með Önnu Eiríks á Instagram hér. 

Acai-berin eru einstaklega holl og mjög bragðgóð en Anna notar …
Acai-berin eru einstaklega holl og mjög bragðgóð en Anna notar frosið acai-mauk í uppskriftinni. Árni Sæberg

Acai-skál

1 poki frosið Acai-berjamauk (fæst t.d. í Kosti)
1 vel þroskaður banani

Þetta sett saman í blandara ásamt smá vatni og út kemur þykkt mauk.
Fersk ber og smá kókosmjöl sett á toppinn en auðvitað hægt er að leika sér með alls konar útfærslur!

Það er tilvalið að nýta það grænmeti sem til er …
Það er tilvalið að nýta það grænmeti sem til er ofan á tortilla-kökuna. Árni Sæberg

Tortilla með pestó og grænmeti

Pestó

2 1/2 dl extra virgin-ólífuolía
1 lítill poki spínat
1 búnt fersk basilíka
1 rif hvítlaukur, má nota meira
Gott jurtasalt, t.d. Herbamare 

Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og maukað vel saman, kryddað aðeins með jurtasalti.

Álegg
Rifinn mozzarella-ostur
Grænmeti að eigin vali 

Pestóið fer á tortillakökuna og rifinn mozzarella-ostur ofan á.
Kakan fer inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður.
Því næst er hún tekin út og það grænmeti sem varð fyrir valinu fer ofan á.

Frábært sem léttur kvöldverður eða hádegisverður, gott er að marinera kjúkling í pestóinu, steikja á pönnu og setja ofan á kökuna til að bæta við góðu próteini og gera réttinn enn matarmeiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert