Avókadó-límónu ostakaka

Ginrileg og fersk ostaterta.
Ginrileg og fersk ostaterta.

Uppskrift af þessari girnilegu og fersku ostatertu birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag. Fullkomin terta í kaffiboðið eða sem eftirréttur til dæmis eftir fiskmáltíð. Uppskriftin er frá hinni girnilegu vefsíðu ourlifetastesgood.

Fyrir 8

1 pakki Graham-kexkökur, (nóg til að mylja í 1½ bolla)
1/3 bolli sykur
6 msk. ósaltað smjör, við stofuhita
1½ bolli rjómi
¾ bolli sykur
1½ avókadó (taka steininn úr)
170 g rjómaostur
½ bolli ferskur límónusafi
smá salt

Setjið kexið í matvinnsluvél þar til það er fínmulið og nóg í 1½ bolla. Bætið út í 1/3 bolla af sykri og 6 msk. af smjöri og hrærið vel.

Þrýstið mixtúrunni í kringlótt form og setjið til hliðar. Hitið 1½ bolla af rjóma í potti þar til hann er heitur en ekki láta suðuna koma upp. Bætið út í ¾ bolla af sykri og hrærið þar til sykurinn leysist upp. Takið af hitanum og látið kólna.

Hreinsið matvinnsluskálina og setjið í hana kjötið úr 1½ avókadó og 170 g af rjómaostinum.

Hrærið saman og bætið svo út í ½ bolla af ferskum límónusafa og smá salti. Hrærið þar til það er mjúkt. Bætið þá út í rjómanum sem náð hefur að kólna og hrærið áfram. Hellið blöndunni yfir kexbotninn og sléttið. Setjið í frysti í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Látið kökuna þiðna örlítið áður en hún er borin fram. Hægt er að skreyta kökuna með rifnum berki af límónu og smá þeyttum rjóma. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert